Þann 1. maí leit drengur dagsins ljós!

Honum hefur verið gefið vinnuheitið Verkalýður Lýðsson. Fæðingardagurinn var fyrsti maí. Hann fæddist 18 merkur og 55 cm. Og við flögguðum öll í heila! Það er gaman þegar bolvíkingar fæðast. Iris og Lýður + systurnar Laufey, Lína og Lovísa, til hamingju með stóra strákinn! Ætli hann komi til með að heita Leifur? Eða Lárus? Linux? Eða bara Lýður Lýðsson? Laufey, Lovísa, Lína og lilli... í bili Kissing

Vendum kvæði í kross. Lagðist til hvílu minnar um níuleytið í morgun eftir rólega næturvakt og las aðeins í furðulegri bók um Afganistan. Sofnaði svo, þess fullviss að hafa heilan föstudag til svefns. En þegar ég var búin að sofa svolítið hringdi BB blaðamaður og vildi tala við mig um mótmælagönguna. Annaðhvort hef ég verið of þvoglumælt eða blaðakonan ekki heyrt þegar ég sagði: Við komum inn á í fundarhléi. Mér finnst nefnilega mjög mikilvægt að fólk viti að það var hlé á fundi þegar við komum inn. Svo að við vorum að sjálfsögðu ekki að hegða okkur dónalega í neinu. Þá er það komið á hreint. Bæjarstjórinn, Grímur Atlason sem líklega mun ganga undir nafninu "Bæjarstjórinn" lengi vel er kominn með starf á Vestfjörðum. Tjah, allavega hlutastarf sem þýðir vonandi að hann verður áfram hér fyrir vestan. Verst ef hann fer til Súðavíkur þá er lítill séns á að bjóða honum í stólinn aftur eftir tvö ár.... Nema að ég bjóði honum smiðsvinnu í kjallaranum hjá mér? Hvað segir þú um það Grímur? Fæði í tvö ár, stutt í vinnunna, 200 kall á tímann og málið er dautt??

Eg ætla að taka eina aukavakt í kvöld en vera svo í fríi um helgina. Það verður gott. Verst að ég þarf að nota tímann og þrífa. Held samt ég verði líka að gera mér ferð í Dýrafjörðinn að dást að hvolpunum þar og sjá hvort þeir hafa stækkað.

Góða helgi kæru lesendur. Læt fylgja með aðra mynd úr Rússlandsreisunni svona fyrst ég var byrjuð að grafa þær upp.A leið í sturtu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

YLFA ÞÚ ERT ÆÐI:):):)

Nikólína (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 20:02

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

það er aldrei logn þar sem þú ert frænka mín

Bless inn í falegan daginn !

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 3.5.2008 kl. 14:26

3 identicon

En Íris kallar Lýð alltaf Lilla :) Ég held það verði Lórenz :)

Spákonan á Kambinum (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 22:32

4 identicon

Við fyrstu sýn sýndist mér þetta vera mynd úr umræddum kjallara, þessum sem þú ert að bjóða Grími vinnu við , en sá svo að það vantaði bæði hundahárin og óhreinan þvott á gólfið

Finnst Grímur varla getað neitað þessu atvinnutilboði, ég meina, hver vill ekki vera í mat hjá þér næstu tvö árin !!!!

Óska svo Írisi og Lýðnum öllum á hennar heimili til hamingju með nýja fjölskyldumeðliminn ( svona ef þau skyldu lesa bloggið þitt).

Kveðjur góðar, Valrún

valrun (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 19:43

5 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Hvað áttu við Valla? Þetta ER úr kjallaranum! Eg bara tók til!!!

Ylfa Mist Helgadóttir, 4.5.2008 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband