Fimmtudagur.

 

Nýr bæjarstjóri tók við í dag í Bolungarvík. Mér skilst að forsætisráðherra og föruneyti hafi heimsótt ráðhúsið við það tækifæri. Hugulsamt. Verst að hafa sofið af sér þessa dýrð. Var á vakt í nótt. Önnur vakt næstu nótt og svo langþráð þriggja daga frí. Sem verður nýtt í garðvinnu, sveitaheimsókn og reglulegan svefn.

Það er yfir mér einhver depurð.

Æskuvinkona mín og besta vinkona alla tíð var að greinast með MS sjúkdóm. Það gerir mig dapra. En um leið staðráðna í að njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða á meðan ég hef fáar takmarkanir. Og þær fáu sem eru til staðar eiga heima í höfðinu á mér. Eg ætla að kasta þeim burt. Lífið er of stutt fyrir heigulshátt og aðgerðarleysi. Þetta endar hvort eð er allt á sama veg hjá okkur öllum. Og þegar minn tími kemur, þá vil ég helst ekki þurfa að sjá eftir því að líf mitt færi fram án þess að ég hafi verið beinn þáttakandi í því.

Og til að halda upp á þessa ákvörðun, ætla ég að hafa pylsur og kartöflumús í matinn. Af því að ég nenni ekki að elda......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjördís Þráinsdóttir

Pylsur og kartöflumús! Kjarnafæða... ég er með fiskibollur, af því að ég nenni ekki að elda.

Hjördís Þráinsdóttir, 15.5.2008 kl. 20:09

2 identicon

Hitti hersinguna í morgun.

Voru reyndar veðurtepptir fyrir vestan eins og venjulega.

Ekki það að þeir eða þau (Herdís Þórðardóttir með í för, flott kona) hafi ætlað sér að dvelja lengur á kjálkanum en nauðsynleg væri.

En samt ; TIl hamingju með nýjan bæjarstjóra ! ekki alveg eins langur og hinn en þá verður bara minna um hálsríg á stjórnar-heimilinu.

Fyrrverandi farþegi norður og niður manstu (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 20:27

3 identicon

hvað segirðu ska, er plönuð heimsókn í mína sveit? Já lífið er hverfult, það er víst best að njóta eins vel og maður getur....á meðan maður getur. Allavega eins mikið og maður er fær um og minna sig á það aðeins oftar. Kossar til þín.

Annska (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 22:48

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ást til þín elsku frænka, eg ætla líka að njóta minna frídaga í garðinum, mætumst í garðandanum.

knús

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 16.5.2008 kl. 14:47

5 identicon

Húrra fyrir tiltekt......... vorið greinilega komið í mína

Leitt þetta með vinkonuna, ég veit hún er kjarnakona, sterk og ákveðin ,það mun örugglega nýtast henni vel í þessari baráttu, sendi henni mínar bestu kveðjur

Alltaf að syngja...gott hjá þér , hefði viljað vera á umræddum big band tónleikum...getum við ekki sett upp svona tónleika hér....með þér og sinfóníuhljómsveitinni í Arhus..........humm...þig langar ju eitthvað í burtu úr bænum fallega.

valrun (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband