20.5.2008 | 16:18
Þriðjudagur
Það er agalegt að sofa af sér heiðskýra sumardagana sem þennan. En þannig er það þegar maður vinnur næturvinnu. Og til huggunnar þá eru sumarnæturnar björtu hér vestra eiginlega enn fegurri en sumardagarnir. I morgun klukkan átta, þegar ég gekk heim var ég glaðvakandi. Og tveimur tímum síðar lá ég ennþá glaðvakandi í rúminu og hlustaði á fuglasöng. Eg hef líklega sofnað um ellefu leytið. Það er erfitt að sofna þegar allir aðrir vaka. Og þetta þýddi það að ég var að skríða á fætur um hálf fjögurleytið. Agalegt. En samt svooooo gott að sofa.
Eg er að reyna að leggja einhver drög að smá ferðalagi með drengina mína litlu tvo. Eg fer í frí 10 júní og mig langar að fara norður og kíkja til Dalvíkur og heimsækja Ingu mínaog Snjólaugu, Gunnsu frænku, Dísu og Birni og þau. Hef ekki farið til Dalvíkur í óratíma. Eitthvað að stoppa á Akureyri líka og eyða svo einhverjum dögum í RVK með Lindu minni. Við höfum verið vinkonur við Linda síðan í gamla, gamla daga, þegar við vorum litlar blómarósir á Dalvík. Það hefur sko á ýmsu dunið í okkar sambandi í gegnum tíðina en vináttan hefur alltaf haldist. Samt erum við ferlega ólíkar. Sem er eiginlega kostur. Og nú er kominn tími til að vera með Lindu. Rifja upp gamla tíma, spjalla um nýja tíma og knúsast og kúldrast eins og við erum vanar.
Jæja, það er líklega best að koma sér að einhverju verki. Hér er verið að myndast við að koma matjurtargarðinum í gagnið. Búið að moka í hann fleiri kílóum af skít, kalki, fosfór og Guð má vita hvað. Hann er nú ekki sérlega næringarríkur, bolvíski jarðvegurinn. En mér skal takast að koma upp einhverju brakandi fersku fyrir haustið. Káli og rófum í það minnsta!
Athugasemdir
Sælar frú! bara rétt að segja hæ
Haraldur Davíðsson, 20.5.2008 kl. 17:07
Hæ
Ylfa Mist Helgadóttir, 20.5.2008 kl. 17:21
Mamma ætlar að sofna, mamma er svo þreytt; sumir eiga sorgir sem svefninn getur eytt; sumir eiga sorgir og sumir eiga þrár; sem aðeins í draumheimum uppfylla má.....
Í kvöld skulum við vera kyrrlát og hljóð,, því mamma ætlar að sofna, systir mín góð...
Þetta var sko, Davíð Stefánsson, í bláu skólaljóðunum þú mannst.. fyrst þú ert að fara norður., góan mín, hann var að norðan.
Halla Signý (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 20:59
Halló mín kæra. Þú verður sumsé fyrir norðan á skólatíma - vonandi getum við sést þá. Svo er spurningin hvort þu verður fyrir vestan á markaðsdeginum og þar um kring ?? Verðum að fara að negla niður dagsetningu á ferðinni miklu :)
Tóta.
Þórunn Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 00:39
Gangi þér vel með rófurnar!
Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 21.5.2008 kl. 16:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.