22.5.2008 | 12:38
Kona, láttu slag standa!
....hljómaði í eyrum mér í nótt þegar ég var að reyna að sofna. Og það hreif. Slagur verður látinn standa. Er annað hægt? Hitti hjónin sem búa í "Húsi andanna" í gærkvöldi, reyndar í allt öðru húsi, og á þeim skildist mér að ekkert annað væri í stöðunni. Þvílík hjón sem þau eru, Lilja og Arnar. dásamlegt fólk. Segja ekkert nema fallega og uppbyggjandi hluti við aðra. Svo ég hefi heyrt, í það minnsta. Enda eru þau skyld Önnsku vinkonu minni svo að það er ekkert skrítið við það. Eintómar gæðasálir í þeirri ætt, líklega.
Mér finnst þetta hinn furðulegasti dagur. Eg vaknaði klukkan SJÖ! En ég er venjulega að skríða heim klukkan átta á morgnana. Vann bara til tólf og á eftir að gera fullt af hlutum. Leita að vegabréfum, skipuleggja suðurferð og allt mögulegt. Svo ég tali nú ekki um: finna út hvað ég á að gera í næstu viku þegar barnapían mín Björgúlfur fer í sína spánarreisu!!!
En nú er mér ekki til setunnar boðið, slagur skal látinn standa, spilin hafa verið gefin og ég er með tóma ása á hendi :) Eg ætla inná Isafjörð að fá mér yfirbreiðslu yfir matjurtagarðinn svo að ég fái góða uppskeru í haust. Og þá er best að sá vel ........ Miðast ekki uppskeran við það??? Hversu vel maður sáir?
Eg er í pilsi, sólin skín, og forkeppni Júróvísíjón er í kvöld. Partý hjá mér og drengjunum. Og svo ætla ég ekkert að blogga aftur fyrr en eftir helgina
Athugasemdir
Go girl!
Þ
Þórdís Einarsdóttir, 22.5.2008 kl. 13:23
Ef yfirbreiðslan er svör, þá kemst meiri hiti í gegn . það er betra sagði einhver..
fæ ég þá grænkál í súrmjólk hjá þér í haust vinkona ?
amma (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 16:03
ég ætla líka að hugga hérna í dk með sól og lilju, eitthvað er fyrri hluti bloggsins loðin fyrir mér, sennilega skil ég ekki lengur íslensku.
knús frænka
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 22.5.2008 kl. 16:57
Steina frænka !! Ég er bara búin að vera í DK í eitt ár...en ég skil heldur ekki færsluna. LÁTA SLAG STANDA MEÐ HVAÐ..???? Vegabréf hvað ???? Barnapía hvað ?? Suður hvað ??? HVAÐ er að gerast. Ef þú ert á leiðinni til Arhus til að halda þessa tónleika sem ég stakk uppá við þig um daginn..
...þá er ég ekki buinn að tala við sinfó í Arhus
en getum alltaf breytt þessu og skellt upp tónleikum niðri á torgi, við eigum gítartösku undir klink ( fyrir fargjaldinu kannski) Bíð spennt eftir nánri útskýringum....nei bíð ekki hringi bara núna....
valrun (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 20:27
Hafðu það gott vinkona.
Haraldur Davíðsson, 22.5.2008 kl. 20:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.