27.5.2008 | 12:32
Endurnýjun Vilbergs
I gær átti afi VilliValli 78 ára afmæli. Hann fæddist á afmælisdegi Vilbergs föður síns. Og í gær fæddist enn einn merkilegur drengurinn inn í ættina. Hann er sonur Guðnýjar Rúnarsdóttur, Vilbergssonar, sumsé hálfsystur minnar. Já, og faðirinn heitir Markús :)
Eg semsagt varð móðursystir í gær. Alltaf gaman að bæta í flóruna. Þetta var myndarstrákur, 17 merkur og 51 cm. Líkur þeim bolvísku fændum sínum B, B og B sem voru allir tröll að burðum við fæðingu. Drengurinn gengur undir vinnuheitinu "Afmælisgjöfin hans afa" hér á heimilinu. Eg vonast til að sjá hann í júní þegar ég fer suður.
En gospeltónleikarnir gengu vel og svei mér ef ég hálf-frelsaðist ekki bara við allt hallellújað! Fleiri komust að en vildu, eins og stundum er sagt, þó sat slatti og hlýddi á tónleikana. Gaman að sjá hvað fólk dillaði sér í sætunum og klappaði. Allir í stuði semsagt. Eg ætla að setja niður fræ og kartöflur í dag. Matjurtagarðurinn minn er loks tilbúinn, ég get ekki beðið eftir uppskerunni!
Athugasemdir
Til hamingju aftur.
Þegar ég er á Gospeltónleikum, sit ég ekki og dilla mér. Ég stend og dansa alvega brjálað.
Laufey B Waage, 27.5.2008 kl. 14:15
Hæ Ylfa - til haminmgju með frænda!
Við litla fjölskyldan - ásamt annari jafnstórri fjölskyldu ætlum í Vestfjarðaleiðangur í júlí og okkur langar svolítið að leigja hús/íbúð í einhvern tíman á þinum slóðum, veistu um einhvern - einhverja sem standa í svoleiðis?
Endilega sendu mér línu ef þú hefur einhverjar hugmyndir!
Elín Björk (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 14:39
Til hamingju með frændaling!
Og gangi þér vel með matjurtagarðinn . Ég er að verða úrkula vonar um að mín fyrsta tilraun til eigin matjurtaræktunar beri nokkurn ávöxt, eða grænmeti. Hinum megin við girðinguna spíra matjurtir nágrannanna eins og vitlausar séu. Það eina sem er vitlaust mín megin girðingar eru tilraunir mínar til að þykjast hafa græna fingur. Hefði kannski átt að kaupa græna garðyrkjuhanska en ekki bláa?
Berglind (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 18:53
Til hamingju með systursoninn Ylfa mín og afa þinn og tónleikana. Og bara allt hitt líka, matjurtagarðinn, synina sætu og lífið og tilveruna.
Berglind!! Bláar hendur geta ekki ræktað neitt, ég hélt þú vissir það, það eru auðvitað þessir grænu (og þá á þeirri vinstri) sem virka! :D
Þ
Þórdís Einarsdóttir, 27.5.2008 kl. 22:01
Komust fleiri að en vildu....
Kannast eitthvað við þennan frasa.
Sniðugt þegar heilu fjölskyldurnar nota sama afmælisdaginn. Mér finnst alltaf svalt að bróðir minn og konan hans eiga sama afmælisdag.
Gló Magnaða, 28.5.2008 kl. 08:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.