28.5.2008 | 19:53
I stuði með múkkanum
Tekið af BB.is |
bb.is | 28.05.2008 | 16:57Góður hljómburður á Óshlíðinni
Grímur Atlason, fyrrum bæjarstjóri í Bolungarvík, og þúsundþjala-læknirinn Lýður Árnason héldu örtónleika á Óshlíð í dag ásamt Haraldi Ringsted. Var það gert í tilefni af útgáfu fyrstu hljómsveitar kappanna, Grjóthruns í Hólshreppi. Þetta gekk mjög vel. Það komu tveir til fjórir áhorfendur en fjöldi bíla keyrðu framhjá og múkkinn var mjög hress og greinilega að fíla þetta. Við gátum þröngvað tveimur geisladiskum á orkubússtjórann og formann stjórnar OV. Við ætluðum að gefa fleiri en náðum ekki að stoppa fleiri bíla, segir Grímur sem er hæstánægður með hvernig til tókst. Við töpuðum engu á þessu þar sem við gáfum bara tvo diska og svo þurfti ekki að setja upp hljóðkerfi. Aðspurður um hljómburðinn segir Grímur hann vera mjög góðan. Og það var ekkert grjóthrun, nema þá auðvitað í okkur. Það var mikið hrun í okkur.Hljómdiskurinn er kominn út en er væntanlegur í verslanir á föstudag.
Athugasemdir
Þetta er sko góð hugmynd hljómleikar út í guðsgrænni........ grárri náttúrunni
Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 23:07
Þú minnir Halla náttúrlega á að skila þremur eintökum til varðveislu í Landsbókasafnið ;) Minna má það nú ekki vera fyrst þeir eru að spreða þessu drengirnir. Þar verður sköpunarverkið að sjálfsögðu varðveitt til frambúðar.
Bestu kveðjur og til hamingju með frænda litla.
Bryndís
Bryndís V. (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 11:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.