Fríhelgin

Ţađ er ađ verđa hjá mér viđtekin venja ađ fríhelgarnar mínar líta út svipađ og ţessi: nćturvakt í nótt sem leiđ, kom heim uppúr átta í morgun, mćtti á kvöldvakt kl: hálf fjögur í dag, heim klukkan tólf og svo aftur í vinnu í fyrramáliđ klukkan átta. Eins á sunnudagsmorguninn. Á mánudag hefst svo bara venjuleg vinnuvika.....Smile

Sem betur fer líkar mér vinnan mín alveg hreint međ ágćtum svo ađ ţađ er allt í góđu lagi. Synirnir litlu "droppa" hér inn ţegar ţeim sýnist, fá kex eđa annađ í gogginn hjá konunum og klapp á kollinn frá vistmönnunum. Ósköp heimilislegt. Björgúlfur er aftur á móti farinn til Spánar. Flaug út í nótt međ pabba sínum og hans slekti og mér skilst ađ ströndin, sólin og sjórinn hafi tekiđ vel á móti ţeim. Ég er ađ reyna ađ vera ekki afbrýđissöm, hugga mig viđ ađ vera bráđum ađ fara til Dalvíkur og Akureyrar í sólina og hitann ţar !!

Á Dalvík er stödd núna ćskuvinkona mín, Snjólaug. Sem ég lék mér viđ á hverjum degi ţví ađ mamma hennar var fóstran mín. Ţá var ekki fyrir leikskólunum ađ fara. Ég fór aldrei í leikskóla, bara til Ingu. Sem var miklu betra. Og Inga átti Snjólaugu sem er ári eldri en ég. Og viđ Snjólaug áttum dásamlega daga saman.                                                                                                                Veiddum hornsíli og geymdum í krukkum, týndum kuđunga í brimgarđsgrjótinu, suđum ţá og plokkuđum innan úr ţeim međ nál til ađ hirđa fallegan kuđunginn, hófum skelfiskútgerđ í sandkassanum hjá henni sem fólst ađallega í einni sláturtíđ sem lyktar enn viđbjóđslega í minningunni, brugguđum eplavín í bílskúrnum heima hjá mér, átum rabarbara međ sykri og vorum međ bú rétt hjá Móholti sem var rifiđ fyrir löngu og seinna var leikskólinn stćkkađur yfir búiđ.         Viđ bjuggum til steypu ţegar veriđ var ađ byggja heilsugćslustöđina á Dalvík, úr stolnu sementi og jörđuđum ţresti til ţess eins ađ grafa ţá upp aftur og sjá mađkaveituna!                                    

Tíndum kríuegg í Höfđanum, óđum grútinn frá lifrarvinnslunni upp ađ hnjám austur á Sandi,  Tókum upp ógleymanlega útvarpsţćtti og frumsamda tónlist á kassettutćki, fórum međ nesti í kirkjubrekkuna og drukkum djús úr glerflösku undan Vals-tómatsósu međ. Ţar sátum viđ í háu grasi í felum fyrir umheiminum og skeggrćddum. Viđ vorum óađskiljanlegar.

Svo komu unglingsárin, Snjólaug fór í íţróttir og ég fór ađ reykja! Viđ eignuđumst sitthvorn vinahópinn. En ég lít alltaf á hana eins og systur mína. Og viđ erum perluvinkonur. Mamma hennar, fóstran mín hún Inga var ströng kona en ákaflega réttlát. Og henni ţótti vćnt um mig eins og dóttur sína. Ţađ fann ég alltaf. Og ég elska hana eiginlega á sama hátt og mađur elskar móđur sína. Nú ćtlum viđ ţrjár, ég, Snjólaug og Inga ađ hittast aftur eftir laaaaangan tíma. Viđ höfum ekki komiđ saman allar ţrjár í mörg mörg ár. Og ég hlakka til. Viđ Snjólaug munum eflaust afhjúpa einhver ósögđ prakkarastrik. Ţađ er nóg af ţeim í pokahorninu enn. Og Inga hlćr ađ ţeim. Ţó hún hefđi líklega ekki hlegiđ ţá. Smile

Snjólaug hefur sérkennileg og afar falleg augu. Einu sinni tók ég mynd af ţeim.

Augun í Snjólaugu


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman ađ lesa ţetta minningarbrot.  Minnir mig á bernskubrot mín og systkina minna í Ađaldalnum. Góđa skemmtun ţegar viđ hittist.

Kveđja frá Blöndúósi.

alva (IP-tala skráđ) 30.5.2008 kl. 23:34

2 Smámynd: Haraldur Davíđsson

Bowie-augu.....eitt brúnt og eitt....

Haraldur Davíđsson, 31.5.2008 kl. 05:38

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurđardóttir

falleg lesnig elsku frćnka.

hún er međ mjög flott augu hún vinkona ţín!

Steinunn Helga Sigurđardóttir, 31.5.2008 kl. 15:02

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband