2.6.2008 | 14:44
Auglýsingar.
Það má ótrúlegt teljast en er þó satt, ég er stundum beðin um að setja inn auglýsingar á síðuna fyrir fólk. Sem ég geri ekki nema mér sé málið skylt. Og nú er mér málið skylt að vissu leyti.
Þannig er að hún Alda Karen, kunningjakona mín var að festa kaup á fellihýsi og vantar að koma því vestur. Hýsið er nefnilega fyrir sunnan. Hún vill gjarnan borga svona eins og einn tíuðúsuddkall ef einhver (ábyrgur og góður ökumaður) er tilbúinn að draga þennan nýja skuldahala hennar með sér vestur, eigi hann leið hvort eð er. Helst sem fyrst. Og mér er málið þannig skylt að ég ætla mér að fá þetta fellihýsi lánað. Oft. Oft, oft, oft. Vinsamlega hafið samband við mig ef áhugi er fyrir hendi.
Næsta auglýsing. Mér er málið einnig skylt. Að Höfða í Dýrafirði fæddust allmargir hvolpar fyrir nokkrum vikum. Nú vantar þessa hvolpa heimili. Flesta þeirra a.m.k. Pabbinn er af næsta bæ, þokkalegur granni skilst mér og er hann Labrador. Mömmurnar, -já, þetta voru tvö got, voru aðallega íslenskar en þó eitthvað collie í þeim líka. Þeir eru hinir fallegustu, bústnir og loðnir. Flestir svartir og labradorslegir en svo einhverjir brúnir með svörtu í. Og ástæðan fyrir því að ég tel málið mér skylt, fyrir utan augljósan skyldleika við fólkið á bænum, er að ég mun enda með alla hvolpana heima hjá mér, fái þeir ekki heimili.
Þannig að: til sölu er tíuþúsuddkall fyrir drátt og slatti af hvolpum. Allt í sama númeri :)
Athugasemdir
gangi þér vel elsku frænka !
s
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 2.6.2008 kl. 15:19
Það er ýmislegt sem þú tekur að þér......................
Gangi þér vel með þetta, þó ekki geti ég aðstoðað, er hér fyrir vestan, reyndar á austurleið bráðum...... og ekki ætla ég að taka að mér nein dýr......
Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 2.6.2008 kl. 15:46
....fyrir drátt....?
Haraldur Davíðsson, 2.6.2008 kl. 18:36
Já Haraldur Davíðsson, fyrir drátt. Segi ég og skrifa :)
Ylfa Mist Helgadóttir, 2.6.2008 kl. 19:02
Er tilbúinn að skoða þetta með hjólhýsið (dráttinn) en ætla að bíða með að taka hvolp-ana þar til að ég sé þá, s: 8989053.
Jónsi (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 08:58
áttu nokkuð mynd af hvolpunum?
Púkinn, 3.6.2008 kl. 09:41
Væri ekki hægt að spara sér tíuþúsundkallinn og beita hvuttunum fyrir skuldahalann. Þetta land er hvort sem er að breytast í norðurheimskaut, hvítabjörn og læti. (Nema veðrið... )
Gló Magnaða, 3.6.2008 kl. 14:10
Snilldar uppsetning hjá þér Ylfa Mist. Gaman að les hjá þér bloggið
Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 14:56
Smá kvedja hédan frá Salou. Dýragardur Barcelona í gaer, dýrdardagur á strondinni í dag, tívolí á morgun, geri adrir betur. Drengurinn enn óbrunninn, thokk sé áburdi 50+, og bara ansi ánaegdur med lífid, held ég . Knús í blíduna í Bolungarvík.
Berglind (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 19:55
Púki, hér eru myndir af þremur þeirra: http://spjall.hvuttar.net/viewtopic.php?t=7383&sid=08776a90a6d492259cb1454568b9ff05
Ylfa Mist Helgadóttir, 3.6.2008 kl. 23:39
alva (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 00:29
Takk fyrir þessa auglýsingu Ylfa mín. Eitthvað er eftir af hvolpum enn. það er líka hægt að hafa samband við Sighvat s:847-8409. Þetta eru yndislegir hnoðrar. kv.Alla
Alla (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 11:50
Ferlega sætir hvolpar. Vonandi ganga þeir allir út. Annars ertu nú meiri kellingin og ófeimin við að fara ótroðnar slóðir.
Beztu kweðjur westur á firði.
Gunni Palli kokkur
Gunnar Páll Gunnarsson, 5.6.2008 kl. 21:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.