7.6.2008 | 01:57
Ísbjarnarblús og Time is running out.
Furðuleg vika að baki. Daginn sem Ísbjörninn frægi steig á land var hálfgert gjörningaveður hér í Bolungarvík. Sól og dásemd þar til allt í einu fór að heyrast dynur mikill og herþotur djöfluðust fram og til baka með ótrúlegum hávaða. Um leið fór að hvessa allmikið og skyndilega þutu dimm ský á ógnarhraða um himininn og sveipuðu fjöllin myrkri. Og björninn var unninn. Og þvílíkt fjölmiðlafár. Auðvitað hefði verið dásamlegt ef hægt hefði verið að deyfa dýrið og koma því til síns heima. En það virðist ekki hafa verið hægt og ekki ætla ég að þykjast vita betur. En mér þykir í hæsta máta ósmekklegt af Bandaríkjamönnum að gagnrýna morð íslendinga á hvölum eða ísbirni á meðan þeir stráfella fólk úti um allan heim ýmist með vopnum eða viðskiptaþvingunum. Ég veit að sumir kjósa að leggja dýralíf að jöfnu við mannslíf og það má vel vera að mannslífin séu ekki merkilegri þegar hugsað er um heildarmyndina. En ég er a.m.k ekki komin lengra en svo að ég skyti hvaða skepnu sem væri án nokkurrar umhugsunar ef ég sæi hana ógna mannslífi. Þ.e.a.s að því gefnu að við séum ekki að tala um morðingja eða misyndismenn Ef ísbjörn gengi á land hér í Bolungarvík þá skyti ég hann á nóinu, hefði ég á annað borð byssu. Ég tæki aldrei sénsinn á því að hann myndi slasa eða drepa börn eða fullorðinn einstakling.
Nóg um það.
Áfram heldur sumarið og er bara dásamlega hlýtt og gott. Heimilið mitt er ógeðslegt af því að ég nenni ekki að vera inni að taka til þegar það er svona gott veður. Það má líklega þrífa þegar haustlægðirnar ganga á land. Birnir er á fótboltaæfingum á morgnana og Baldur Hrafn fer í leikskólann um leið og pabbi hans fer í vinnuna. Ég fæ því ofurlítin svefnfrið eftir næturvaktirnar en nú á ég bara þrjár vaktir eftir og þá er ég komin í sumarfrí!
Ég fór í leikhús í kvöld og sá einleikjaröðina "Forleik" þar sem m.a. var sýnt meistarastykkið "munir og minjar" eftir Tótu vinkonu. Marta Sif sem lék hlutverkið var bókstaflega unaðsleg og ég hló mig máttlausa. Það verður gaman þegar Tóta kemur í heimsókn í Júlíbyrjun að sjá þetta á einleikjahátíðinni Act Alone sem er haldin hér vestra ár hvert. Hún kemur hingað vestur ásamt dásemdarmönnunum og tenórunum Eyjólfi Eyjólfssyni, Hugleikara og fóstbróður mínum í matarást, og Jóni Þosteinssyni "frænda" og munúðarseggi. Þau ætla öll að vera í viku hjá mér og ég mun halda þeim hrikalegt partý þar sem kakófóníur og heljarinnar aríur munu halda Bolvíkingum vel vakandi fram undir morgun!
Sjálf er ég með lag á heilanum sem ég hlusta á í Ipoddinum hans Björgúlfs Katalóníufara oft á dag. Ég býð ykkur að taka þátt í því með mér.
I think I'm drowning
asphyxiated
I wanna break this spell
that you've created
you're something beautiful
a contradiction
I wanna play the game
I want the friction
you will be the death of me
bury it
I won't let you bury it
I won't let you smother it
I won't let you murder it
our time is running out
our time is running out
you can't push it underground
you can't stop it screaming out
I wanted freedom
bound and restricted
I tried to give you up
but I'm addicted
now that you know I'm trapped sense of elation
you'd never dream of
breaking this fixation
you will squeeze the life out of me
bury it
I won't let you bury it
I won't let you smother it
I won't let you murder it
our time is running out
our time is running out
you can't push it underground
you can't stop it screaming out
how did it come to this?
you will suck the life out of me
bury it
I won't let you bury it
I won't let you smother it
I won't let you murder it
our time is running out
our time is running out
you can't push it underground
you can't stop it screaming out
How did it come to this?
Athugasemdir
Sammála þinni ísbjarnarafstöðu.
Góða helgi.
Laufey B Waage, 7.6.2008 kl. 08:48
Hei, Muse, ég er heitur aðdáandi, þú getur hlustað á þá á tónlistarspilaranum á síðunni minni :)
alva (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 19:49
...já og ég fór á tvenna tónleika sl. vetur með Muse í útlandinu, rosa gaman...
Alva Ævarsdóttir - Blönduósbúi - sá því miður ekki bangsaeða á ég kannski að segja sem betur fer...
alva (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 20:02
rosalega finnst mér muse leiðinleg hljómsveit! en gleðilegt sumar mín kæra ég hlakka til að hitta þig í víkinni í sumar!!!
lufsan (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 17:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.