Ég vildi að ég væri Carrie Bradsaw... eða ekki..

Heldur þótti mér beðmálamyndin og borgin vera þunnur þrettándi. Æi ég veit það ekki. Mér þótti alveg næg tilvistarkreppan í þáttunum og vonaðist eftir einhverju svolítið meira djúsí. Af því að mér fannst alveg gaman að horfa á þættina sko! En þunnir í endann. Og myndin var eins og enn þynnri dreggjar af þunnildislega endinum..... Ég gat samt alveg hlegið. Mest auðvitað af því þegar systir mín, Yrsa, sú últra seinheppna kona (þið hélduð að ég væri slæm.... bíðið bara) fór að drekka gosið frá sessunaut sínum, og þá er ég að tala um bláókunnugu konuna hinumegin við hana. Ekki mig! Til að bæta úr skák var einhver vinkona fyrir ofan okkur sem þekkti greinilega vandræðalegar afsakanir systu gömlu og sagði stundarhátt: hvað varstu nú að gera Yrsa mín! Ég áttaði mig á því að líklega er systa gamla fræg að endemum utan fjölskyldunnar sem innan! LoL Að auki var þetta á frekar dramatísku andartaki í myndinni svo að hláturinn sem á okkur sauð lengi vel á eftir var ekki vel liðinn af nánasta umhverfi í bíósalnum!

Mér finnst annars Carrie Bradshaw ferlega leiðinlegur karakter, sjálflæg og barnaleg, ekki vitund þokkafull né annað. Og til marks um hversu leiðinleg mér þykir hún get ég frætt áhugasama um það að ég hef í tvo heila daga verið að velta því fyrir mér hvort að handritshöfundar hafi ætlað að láta hana vera svona eigingjarna og sjálfhverfa eða hvort það voru mistök! Ef ég væri aðeins geðveikari og aumkvunarverðari færi ég að taka út nokkur atriði úr myndinni og þáttunum og analísera hér.... en þá líklega stæði ég uppi án fjölskyldu og vina. Hver vill tengjast manneskjunni sem heldur að uppáhalds sápan hennar fjalli um raunverulega fjölskylduvini.......... (tek það fram að ég lá yfir Guiding light í öllum barnseignarfríunum og dreymdi persónurnar á næturnar... hlýtur að hafa verið fæðingarsturlun....eða eitthvað..)

Áfram með ísbirnina. Þið skulið ekki halda að þeir séu bara þrír þó að þennan bónda hafi dreymt töluna þrjá! Hún tengdamóðir mín sem er áræðinlega sérlega berdreymin sagði sig hafa dreymt töluna ellefu svo einstaklega sterkt nú á dögunum svo að nú erum við ekki í rónni fyrr en ísbirnirnir eru orðnir ellefu!! Hvorki fleiri né færri!

Jónsmessa annað kveld og ég ætla að velta mér allsber uppúr dögginni í garðinum hjá Yrsu sys. Bara svona til að poppa upp stemninguna í hverfinu. Það drýpur ekki af þessum nágrönnum. Gaman að vita hvernig þeir taka því að sjá þriflega konu velta sér í grasinu við hliðina á kanínubúrinu til dæmis. Það er pottþétt að einhver mun tilkynna ísbjörn í Síðuhverfinu á Akureyri!!! múahahahahah!

Kannski ég urri svolítið á nágrannana líka.... og svæli í mig nokkrum hráum eggjum. Gæti grætt fría ferð með cargóvél til Danmerkur, steinsofandi af deyfibyssunni! Djöfuls munur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Oft ratast kjöftugum.................auðvitað eiga flugfélögin að bjóða okkur upp á svæfingu í millilandaflugi.  Þá þarf ekki að auka plássið og hætta að selja í klósetröðina (þá öftustu) þá munu bæði flughræddir og dólgar vera til friðs.

Ekki líst mér neitt á 11 ísbirni, var konuna ekki bara að dreyma í rómverskum tölum II

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 21.6.2008 kl. 01:10

2 Smámynd: Laufey B Waage

Ylfa á ég að trúa því að þú hafir legið yfir leiðindaljósi? Ég vona að mér eigi aldrei eftir að leiðast slíkt og þvílíkt, að ég gefi mér tíma í það.

Laufey B Waage, 21.6.2008 kl. 09:11

3 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Thí hí...týpísk Yrsa....  

Bíð spennt eftir fréttunum um ísbjörninn í Síðuhverfinu....en...ellefu?...neeeei....  er það ekki soldið mikið?????

Bergljót Hreinsdóttir, 21.6.2008 kl. 12:51

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

kæra frænka, bið að heilsa henni systru minni sem varð fertug á dögunum. er að hvíla mig í útlandinu áður en spertturinn verður tekinn að hvíta húsinu !!!

knú s frá steinu washington dc 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 21.6.2008 kl. 14:29

5 identicon

Ég er svo forfallinn Beðmálanörd að mér fannst dásamlega gaman á myndinni, þrátt fyrir að sem bíómynd sé þetta nú langt frá því að vera meistaraverk. Ég leyfði sápunördinum í mér að blómstra og njóta þess að kjamsa á einhverju nýju um þær stöllurnar. Síðan var svo dásamleg stemmning í bíó, fullur salur af konum á öllum aldri, og stuð í klósettröðinni í hléinu. Með stærri stelpupartýum sem ég hef farið í.

Berglind (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 17:18

6 Smámynd: Kristborg Bóel Steindórsdóttir

Ohhh, fer bara í slæmt skapvið að lesa þessa vitleysu í þér Ylfa mín, hjehje...

Sammála síðustu ræðukonu, Berglindi- með betri skvísupartýum sem ég hef farið í, hef aldrei verið í bíó þar sem var klappað milli atriða!

Austfjarðaþokan!

Kristborg Bóel Steindórsdóttir, 21.6.2008 kl. 20:06

7 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Alltaf jafn gaman að lesa færslurnar hjá þér, sé þig alveg fyrir mér, veltandi þér upp úr dögginni............ 

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 22.6.2008 kl. 00:21

8 identicon

hvað með prumpu,  kúka brandarann ég hélt gjörsamlega að ég ætlaði að missa þvag þegar að hún þarna hvað hún heitir dökkhærða skeit í brækurnar. það var nóg fyrir mig enda rétt svo tengd barnsföður þínu Páli.Get þó tekið undir þetta með Carrie hún er ógeðslega sjálflæg. en halló hvað er skemmtilegra en Sex and the city jú kannski friends,en svona erum við bara stelpurnar sem betur fer. xxx Herdís

Herdis (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 02:15

9 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

FRIENDS?? Nei, Herdís, þá þætti get ég ekki horft á! Ég hef aldrei skilið vinsældirnar. Kannski er ég bara ekki stelpa?? :)

Charlotte skeit og það var fyndið. Ég tek undir það. Og ég hló alveg oft þegar ég horfði á myndina. Enda er hún tveir og hálfur tími eða eitthvað!!

Ylfa Mist Helgadóttir, 22.6.2008 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband