Sunnudagur

Ég er ekki viss um að ég nenni suður.

Mér finnst ég eiga óraleið fyrir höndum, bara að eiga eftir að keyra heim. Svo þarf ég að fara að hendast í sultugerðina. Markaðdagurinn nálgast. Svo hef ég ekki efni á því. Svo..... jæja, ég er búnað ákveða mig..... held ég!

Það er bara endalaus blíða hér nyrðra. Sól og fínt. Ég er að spá í að skreppa í lystigarðinn í dag og jafnvel svo í sund með einhvern slatta af börnum. Reyna að gera tilraun tvö til að heimsækja Ömmuguggu og láta svo einhvern bjóða mér í mat. Það verður opnað fyrir tilboð.... NÚNA!

Drengjunum hef ég lofað að fá að fara í keilu og við það verði ég eiginlega að standa. Unglingurinn hlaut illa meðferð í gær þegar móðirin fyrirskipaði sumarrakstur á rauða hárlubbanum. Mágur minn tók að sér að raka þá frændur, Björgúlf og Kolbein og það var bara látið vaða alveg oní skinn! Af þessum sökum vilja þeir helst ekki vera húfulausir og eru í þessum töluðu orðum að vandræðast með það hvernig þeir eiga að fara að því að fela skallann í sundi! Krútt sem þeir eru!

Jæja, dagurinn bíður mín bjartur og fagur. Heilsur til lífsins.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey B Waage

Það er líka endalaus blíða hér syðra skal ég segja þér.

Laufey B Waage, 22.6.2008 kl. 14:46

2 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Bergljót Hreinsdóttir, 22.6.2008 kl. 22:24

3 identicon

Vildi bara kvitta hér, dáist að þér og þínum dugnaði alltaf hreint.... knus og kram vestur

Harpa Hall (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 22:45

4 identicon

Que´ést tu fair en Reykjavik ?

bara blíða syðra. Aldrei þessu vant.

Farið varlega.

Bestu kveðjur

Vinkona (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 01:38

5 Smámynd: Bumba

Sittu kjurr á skák þinni Ylfa litla Mist. Með beztu kveðju.

Bumba, 23.6.2008 kl. 09:42

6 Smámynd: Bumba

Og farðu hvurgi. Með beztu kveðju.

Bumba, 23.6.2008 kl. 09:43

7 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Sultugerð er göfug listgrein og ég treysti því að einn daginn fái ég að smakka, því að ég og félagi minn verðum á flakki þarna í vestrinu síðsumars, svo ég kem og banka uppá.

Haraldur Davíðsson, 24.6.2008 kl. 10:01

8 identicon

Eg nadi aldrei ad hitta thig elsku Ylfa.En eg er her i Danmorku i ibudaleit.Eg heyri i ther thegar eg er komin med ibud.Vonandi hafid thid thad sem alra best.Bid ad heilsa B,B,B og Halla.  

Ella Rosa (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband