Vögguvísa Kúrekans og Lesbíusæðarinn.

Þá er vetrinum lokið og sólin farin að skína á ný.  Fallegur dagur í dag, sólríkur og yndislegur. Jarðarberja og vanillusultan kraumar í pottinum og fagurrauða tómatasalatið sem Eyfi útbjó í hádeginu hreiðrar vel um sig í meltingarfærunum. Allt ilmar af jarðarberjum og vanillu og tenórarnir Eyfi og Jón, ásamt Dr. Tótu syngja eins og lævirkjar allan liðlangan daginn. Á morgun verður farið á Hesteyri í Jökulfjörðum og í hádegisleikhús að sjá verk eftir Tótu sem sýnt er hér á Act Alone hátíðinni. Ég er búnað sjá það leikrit og það var auðvitað óborganlegt í flutningi Mörtu Sifjar Ólafsdóttur.

Á kvöldin sitjum við með kertaljós í stofunni, Eyfi saumar út, við Tóta litum vatnslitamyndir og Jón les upphátt úr ritinu "vögguvísa kúrekans," sem fest voru kaup á í Bónus í fyrradag.  Ritið fjallar um leggjalanga fegurðardís sem tekst á um forræði yfir stúlkukorni, við myndarlegan auðjöfur sem hefur hörkulegt augnaráð en viðkvæmnislegan munnsvip. Hún þrýstir brjóstunum gjarnan út í bikiníbrjóstahöldin og höfum við Tóta mikið æft okkur í brjóstaþrýstingi þessi kvöld með litlum árangri. Því miður. En ég skal leyfa ykkur að fylgjast með forræðisdeilu Chloe og Jake´s, ásamt því að rapporta um sultur og gönguferðir.

Sjálf erum við að semja okkar eigin ástarsögu, "Lesbíusæðarinn," heitir hún og fjallar um mann sem flekar lesbíska mágkonu sína.

Meira um það seinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

gaman að heyra að það er gaman hjá þér elsku frænka.

knús á ykkur, og ég elska hesteyri  !!!!

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 3.7.2008 kl. 20:31

2 identicon

Ég fékk fiðring í félagsbeinið við að lesa lýsinguna á þessari dásamlegu kvöldvöku! Má ég vera memm um helgina? Mér veitir ekki af að æfa mig aðeins í brjóstaþrýstingum, veit fáar konur sem eru lélegri í skoru.

Vorum að taka ákvörðun um að bruna vestur annað kvöld. Húslestrinum verður vonandi ekki lokið á laugardag. Hlakka til að sjá ykkur!

Berglind (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 00:02

3 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Öss!!! Það verður PARTÝ hjá mér Berglind!!! Dásamlegt. Þú kemur. Einar ætlar að passa!! :)

Ylfa Mist Helgadóttir, 4.7.2008 kl. 09:59

4 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Er alltaf að bíða eftir að heyra sönginn hljóma hér um allt hverfið!!!

En það verður kannske bið á því, meðan það eru bara svona hugljúfar kvöldvökur í gangi !

Gangi ykkur vel með söguna, fæ að heyra hana einhverja næturvaktina, er þa´ki ?

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 4.7.2008 kl. 15:08

5 Smámynd: www.zordis.com

Eins og kurteisri konu saemir þá kvitta ég fyrir komu mína!

Urrandi rómantík fyrir vestan.

www.zordis.com, 4.7.2008 kl. 19:37

6 identicon

OOHHH þetta hljómar allt vel, salatið, sögurnar, sulturnar og félagsskapurinn..skil þó ekki alveg kertaþörfina við húslesturinn um mitt sumar..er það ekki óþarfa tólgareyðsla  Þetta með brjóstaþrýstinginn ættuð þið Tóta nú ekki að vera í neinum vandræðum með, eruð þið ekki bara að gera þetta eitthvað vitlaust

Hlakka til að sjá myndina: Lesbíusæðarinn, í næsta bíóhúsi að ári !

Legg hér með inn pöntun á sultum, taktu frá að minnsta kosti 30 krukkur sem þú sendir með Gerðu í lok julí..............nei enga græðgi nú..bara svona 3 krukkur, úrval af bestu sultunum...Vona að dagurinn sé ánægjulegur, og kvöldið verði enn betra. Ein í svitabaði með bráðum ofhitnaða tölvu í 28 gráðum úti í garðskála....... uff púff, gott væri að finna vestanvindinn strjúka kinn og þerra svitann milli brjósta minna.......og víðar

Loveja all.

valrun (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 12:40

7 Smámynd: Laufey B Waage

Ég hlakka til að lesa lesbíusæðarann. Verður hann ekki líka settur upp á sviði?

Laufey B Waage, 7.7.2008 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband