22.7.2008 | 17:56
Dagar í máli og myndum.
Hryllilega skemmtilegir dagar að baki. Veðrið um helgina var bara æði og gestirnir enn betri. Herdís og Siggi komu á föstudagskvöldið og fóru í gær. Tengdó kom akandi frá Akureyri á föstudaginn og fór suður yfir heiðar í morgun. Hún ætlaði að skella sér á Skagann að heimsækja Gunna bróður Halla og hans fólk. Á laugardaginn fórum við í brakandi sól og blíðu í Arnardalinn í kaffihlaðborð og "dalaport" hjá Önnu Siggu.
Og við hittum Matthildi nokkra Helgadóttur:
Sem birtist okkur fagureygð að vanda.
Ég verslaði auðvitað gamlar matreiðslubækur og nokkur eldhúsáhöld og Tengdó keypti sér hnífapör fyrir Guðveithvaðmarga fyrir 200 kall. Hún var svo ánægð með kaupin að hún var sífellt að sýna öllum hnífapörin alla helgina.....
Eftir kökuát og verslun lá leiðin inní Skóg þar sem við gengum smá í blíðunni, lásum, tókum myndir og höfðum það huggulegt. Tengdó sem á nýja myndavél, tók átján mínútna langt vídeó án eigin vitundar, aðallega af fótunum á sér, nösunum og jarðveginum. Sem er auðvitað ágætis heimild. Og útskýrir fyllilega hvernig á því stóð að vélin varð eiginlega strax batterýislaus. Hún skildi ekkert í því af hverju henni tókst ekki að taka mynd og vildi lítið gefa fyrir útskýringar tengdadóttur sinnar; að vélin væri á upptöku! Hún sýndi fádæma lipurð þegar hún sannaði að hún gefur syni sínum, Haraldi, ekkert eftir þegar breikdans er annars vegar og heillaði marga vegfarendur með tilþrifunum. Því miður náðist bara þessi eina mynd af henni að dansa.
Við hjónin litum í allar nýju matreiðslubækurnar og á meðan Tengdó dansaði, las ég Unglingabók Forna; söguna af Eyvindi og Höllu. Strákarnir tíndu krækiber og reyndu að hafa heimil á ömmu sinni.
kkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkk
æææææææææææææææ
Leiðin lá niðrí Edinborgarhús þar sem mikil fjölskylduhátíð var í gangi. Öll börn fengu andlistmálningu og fólki var boðið uppá pulsu og kók. Þá var ljóst að ekki þyrfti að elda það kvöldið enda er ekkert spaug að gefa þeim mæðginum að borða! Þetta er mjótt eins og spýtur en étur á við tvo graðfola! Euro-Bandið hélt síðan fjölskyldudansleik sem strákunum þótti æðislegur. Svei mér ef við höfum ekki bara skemmt okkur jafn vel líka!
Skyldi Grétar vera á hormónatrippi eða bara farinn að vera með barn á brjósti..? :)
Tengdó datt í bjórinn og Frikki pósaði með Birni.
Athugasemdir
Getur Frikki horft framan í þig eftir sjokkið sem "snéri" honum?
Þ
Þórdís Einarsdóttir, 22.7.2008 kl. 19:51
mér sýnist nú halli vera að kíkja á eitthvað allt annað en kokkabókina hehehe gaman að máli og myndum. knús frænka. steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 22.7.2008 kl. 20:23
já, það hefur sannarlega verið þrusustuð á ykkur vestfirðingum!!
alva (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 22:13
Bara stuð og stemmning fyrir vestan.
Laufey B Waage, 22.7.2008 kl. 22:26
Þó myndavélin hafi ekki virkað hjá tengdó, er auðséð að einhver myndavél hefur virkað! Gott að vera í menningunni hér fyrir vestan
Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 23.7.2008 kl. 11:33
Hehe þér hefur tekist að mynda minn innri mann, svei mér þá ef það glyttir ekki í brjáluðu konuna þarna.
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 23.7.2008 kl. 11:58
Æ já það glittir með einföldu erfitt að skrifa með svona augu, er það ekki bara.
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 23.7.2008 kl. 12:02
Skemmtileg færsla
Bergljót Hreinsdóttir, 23.7.2008 kl. 14:23
Það er gott að Bolvíkingar gátu nýtt sér útsvarið okkar.
Ekki nennti ég að nýta mér það.
Gló Magnaða, 24.7.2008 kl. 08:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.