23.7.2008 | 17:42
Til hvers að borga skatta alla ævi...
....ef aðstandendur manns þurfa svo að punga út stórum fjárhæðum fyrir það eitt að losa sig við jarðneskar leifarnar eftir dauðann?
Ég vil koma því hér á framfæri að þegar ég hrekk uppaf þá forakta ég að láta troða mér í hvítan blúndukjól og búa um mig í silkisængum og kruðeríi í rándýrri kistu sem lökkuð er með náttúruspillandi efnum. Hvítt klæðir mig ekki og því síður blúndur. Ég held að kista komi heldur ekki til með að fara mér sérlega vel. Ég vil láta jarða mig í strigapoka sem má vefja með rabarbarablöðum, for all I care. Ég verð dauð, og harðneita að láta aðstandendur mína punga út háum fjárhæðum í tilstand. Þeir mega frekar gera það á meðan ég lifi..... :)
Ég er ekki nægilega fræg til að halda stórtónleika í þágu náttúruverndar svo að þetta, ásamt safnkassanum mínum, er minn skerfur til náttúrunnar........
Líkhúsdvölin á við nótt á hóteli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
knús frænka
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 23.7.2008 kl. 18:13
Mér dettur nú bara í hug einn besti leikþáttur sem ég hef lesið um ævina - Jörðin klæðist hvítu... Það er gott að lesa kjarnmikið mál þitt á þessum vettvangi, þótt ég hlakki til þess tíma sem þú munt fara að skrifa fleira.
T.
Tóta (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 00:19
Ég þekki konu sem vill láta bera sig út fyrir tófuna, það er ódýr lausn. Mér er sjálfri nokk sama hvað verður um hræið af mér, en ég er mikið að spá í að fá mér legstein og vera búin að setja á hann áletrun, það mun væntanlega tryggja að ég á síðasta orðið.
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 24.7.2008 kl. 10:39
Þetta er alltaf spurning,???? en gildir þetta ekki einu við verðum hvursumer dauðar??? hehehe
Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 01:34
Hey hey! Sammála. Ég er búinn að ákveða fyrir löngu að ég á að brennast til ösku og svo á að dreyfa mér hingað og þangað sem ættingjunum lystir. Þeir mega svo detta íða og skemmta sér fyrir mismuninn.
Gunni Palli kokkur.
Gunnar Páll Gunnarsson, 27.7.2008 kl. 14:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.