Diseldruslan, fýluferð, bakkljósin og dagurinn er bara að byrja

Klukkan sjö: Síminn minn vekur mig með brúðarmarsinum og ég endasendist í sturtu.

Hálf átta: Búnað verka mig, smyrja nesti, mála mig, senda eldri drengina í skólann og brjóta saman þrjár flíkur. Fæ mér AB mjólk með aðalbláberjum, hunangi og cheeriosi.

Sjöfjörtíuog átta: Renni aldrei þessu vant tímanlega inn í Ísafjarðarkaupstað, jafnvel þó löggan sé að mæla á hlíðinni og dálítill grjótmulningur liggi á veginum eftir rigningar undanfarinna daga.

Sjöfjörtíuogníu: Sms: Kennarinn er veikur. Ég get snúið við og farið heim. Ekkert sérlega kát þar sem Diseldruslan gleypir hálfa innkomu heimilisins í hverjum mánuði. Æðislegt að skreppa svona ferðir í engum tilgangi.

Níuþrjátíuogþrjár: Búnað þrífa baðherbergið, ganga frá nýjustu berjaporsjóninni til að ég geti skellt í söltutöj þegar ég kem heim, Halli búnað brjóta saman hundrað og sex kíló af þvotti, yngissveinninn vaknaður og tilbúinn í leikskólann og ég að blogga.

Níuþrjátíuogfimm: Djöfullinn... bakkljósin á Diseldruslunni eru föst á ennþá og löngu kominn tími á skoðun. (vona að enginn úr löggunni sé að lesa þetta...) Það þorir enginn að aka á eftir mér því að allir halda í sífellu að ég sé að fara að strauja yfir þá. Enginn virðist geta séð hvað er að. Kominn tími á að fara í Hyondai umboðið og láta þá skoða þetta mál.

Níuþrjátíuogsex: Er farin í skólann. Eigið góðan og gjöfulan dag!

Drottningin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bumba

Bon jour. Það er aldeilis og þetta allt á nokkrum mínútum. Þú er dugleg hjartalóa litla. Segi ekkert annað en það. Það er leið út úr öllum vandræðum bara að bíða og sjá hvernig úr öllu greiðist, fara ekki of geyst, þá fyrst fer allt í flækju. Með beztu kveðju.

Bumba, 2.9.2008 kl. 10:23

2 Smámynd: Laufey B Waage

Mæli með því að þú hafir alltaf lesefni í olíugleypinum, til að nýta tímann á bílastæði skólans næst þegar svona kemur uppá - og amma ekki komin á fætur.

Laufey B Waage, 2.9.2008 kl. 13:36

3 Smámynd: Aprílrós

Farðu bara varlega. ;)

Aprílrós, 2.9.2008 kl. 15:46

4 identicon

Í gvöðanna bænum farðu vel með þig kona. Stress er auðvitað aldrei gott (nema í mjög takmörkuðu magni við aðstæður eins og akkúrat á meðan maður tekur próf), en það er algjört eitur fyrir hjartað. Tek annars undir með Nönnu, það er sennilega bara nokkrum númerum of stórt í þér hjartað . Eða þá að þú ert svona agalega mikil dama og yfirliðin bara eitt einkenni á þínu ofurkvenlega eðli .

Berglind (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband