3.9.2008 | 19:12
Sonarföður eiginkonan Berglind...
...tekur sig vissulega vel út þarna í lok þessarar fréttar, enda skelegg og vel gerð stúlka á flestalla lund. Sonur minn mun líklega ekki gera annað en að græða á því að eiga slíka valkyrju að stjúpmóður. Enda tútnaði drengurinn út af stolti!
Og ég tek undir með Berglindi; hver átti í raun og sannleika von á því að til verkfalla kæmi? Hvernig getur fjármálaráðherra látið það útúr sér að hann "vonist eftir lausn áður en harka hleypur í málið????" Er það ekki nógu sóðalegt nú þegar að þessi stétt neyðist til að skera niður þá þjónustu sem hver kona í barnsvon á heimtingu á hér á landi?? Eru ráðamenn blindir? Sjá þeir ekki hversu margt getur farið hræðilega úrskeiðis, verði mæðra og ungbarna eftirliti ekki sinnt? Hver á að bera ábyrgð á því?
Djöfull (og nú tekur Ylfamist stórt uppí sig) andskoti má þetta vera aumt. Menn ættu að skammast sín! Og með þessar fréttir, nýjar í blóðinu ásamt því að eiga æskuvinkonu með MS sjúkdóm, -eina af þeim sem ekki fær dýru lyfin sem bæta lífsgæði lang-lang flestra MS sjúklinga sem þau hafa fengið,- þá segi ég og skrifa: heilbrigðiskerfið okkar, grunnur þessa velferðarkerfis sem við þykjumst getað stært okkur af; er búið að drulla rækilega í brækurnar!!! Og mikið djöfull mega þeir sem á því bera ábyrgð, skammast sín!!
Lokað og læst á ljósmæður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já unglingurinn þinn er einstaklega heppinn með stjúpmóður.
Ljósmæðrastéttin er líka lánsöm að hafa slíkan snilling innan sinna vébanda. Vonandi að það - og baráttan öll - skili viðunandi árangri.
Ég gæti sko sagt eitt og annað um heilbrigðiskerfið. Heilbrigðisstarfsmenn eru upp til hópa flinkir og frábærir, - en flest það sem viðkemur starfsmannahaldi, launum, aðbúnaði og fleiru í þeim dúr, er þvílíkt rugl, - að ég held það verði að rústa því öllu og byggja það upp á nýtt. Að spara aurinn og kasta krónunni, er einn af viðvarandi fáránleikum á þeim bænum.
Laufey B Waage, 3.9.2008 kl. 22:46
Mikið þótti mér vænt um að heyra að drengurinn hefði verið stoltur af vondu stjúpunni! Dæmigerð unglingahegðun hefði verið að krumpast saman af skömm og finnast stjúpan geðveikt hallærisleg. En unglingurinn okkar er nú alveg einstakur. Knúsaðu hann frá mér .
Og takk fyrir stuðninginn!!!
Berglind (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 22:51
Farðu nú að blogga eitthvað skemmtilegt svona til tilbreytingar.
Gló Magnaða, 5.9.2008 kl. 08:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.