Framhaldssagan úr Gollurshúsum....

Kransæðar mínar eru eðal. Eða eins og ég myndi segja, væri ég ekki jafn pen og ég er: hæfilega víðar eins og kvenmannsklof. Engar skemmdir, engin þrengsli og bara dásamlegar. Eins gott. Hugsið ykkur bara ef ég þyrfti að hætta að borða smjör.... eða ost??? Eða nýtínd aðalbláber með rjóma!

Eftirfarandi upplýsingar eru langar og leiðinlegar og settar inn fyrir ættingja og vini sem báðu um nákvæma útlistun. Annars er hætt við að gemsareikningar verði allháir! Þeir sem ekki hafa áhuga á sjúkrahússögum og læknarómönum, hætti að lesa hér.

Næst liggur við að fara í rafmagnsstólinn. Það er einhver hryllingsskoðun eða athugun sem felst í því að framkalla með rafmagni, allskonar hjartakomplexa. Hraðslátt, stopp, og þesskonar "álag." Um leið er reynt að greina hvernig hjartað bregst við og hvaðan villuboðin mín koma. Þá er mögulegt að hægt sé að brenna fyrir leið þeirra eða eitthvað. Það er ekki eins og ég hafi náð þessu fullkomlega..... En það tekur ár að bíða eftir þessu. Minnst. Biðlistar Íslenska heilbrigðiskerfisins eru langir og Uggi Agnarson hjartalæknir sagði mér að það tæki líka ár að bíða eftir þræðingu. Ég spurði forviða hvort að fólk hreinlega dæi ekki bara á meðan það biði? - Sumir, svaraði hann.

Og ég spyr: HVAÐ ER AÐ????  Finnst fólki bara allt í lagi að velferðarkerfið Ísland sé með buxurnar niðrum sig í helbrigðiskerfinu á meðan til eru peningar í einkasjóffera og dagpeninga fyrir ráðamenn þessarar þjóðar???

En, alltsvo, á meðan við höldum bara áfram að láta taka okkur ósmurt, ætlar einhver annar læknir að athuga hvort heilinn á mér starfi eðlilega (glætan) og því á ég að fara í heilalínurit í dag. Hann Uggi blessaður, með sína óendanlegu visku, fékk þá flugu í höfuðið að yfirliðunum gæti mögulega valdið einhver heilaspassmi eða krampi sem sendi einhver trufluð boð til hjartans....... þetta verður æ meira spennandi og......flókið. Hjá höfuðsóttarlækninum var rosalega langur biðlisti en honum Ugga tókst að troða mér inn klukkan þrjú í dag. Heimferðinni seinkar því aðeins. En skítt með það.

Þá er skýrslunni lokið. Drengirnir eru orðnir hundleiðir hver á öðrum og ættu með réttu að vera í skóla og leikskóla. En þar sem ég varð að hafa eiginmanninn með, urðu blessaðir drengirnir að fylgja. Sá stóri flaug heim eftir að tekin voru mót af tönnunum í honum í fyrradag og er hjá Auði og Rúnari í góðu yfirlæti. Aumingja Halli þarf að aka konunni í allar rannsóknirnar og viðtölin því að það væri nú verra ef konan ylli miklum umferðartöfum með þessu veseni sínu. Nægar eru umferðartafirnar fyrir!!

Valrún mín, eða Vega-Valla, átti afmæli í gær. Ég man ekki hvað hún varð gömul.... fjörtíuog eitthvað, en ég vona að hún hafi notið dagsins. Mig dreymir hana á hverri einustu nóttu, gæti verið söknuðurinn bara. Held samt að það tákni frekar að hana langi heim til mín :)

Kveðjur úr Gollurshúsum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku vinkona. Farðu vel með þig.

vinkona á ísó (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 13:48

2 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Farðu vel með þig!

Það verður gaman að vita hvað kemur út úr því að rannsaka heilann í þér!

Held að þar sé margt skrítið á sveimi, hvort sem blessaðir doktorarnir verða varir við það eða ekki ; - )

Bið að heilsa Halla og drengjunum.....

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 10.9.2008 kl. 15:22

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ósköp er þetta með þig frænka. hugsa til þín og heilans, vonandi verður allt í lagi með þetta og þeir finni eitthvað lítið og saklaust.

kærleikur og hugsun til þín elsku frænkan mín

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 10.9.2008 kl. 16:43

4 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Gangi þér vel með þetta allt saman.

Kv. Þ

Þórdís Einarsdóttir, 10.9.2008 kl. 21:27

5 identicon

hefurðu ekki tíma í eins og einn kaffi? ég get skutlast eftir þér hvert sem er og skilað þér til baka...

nanna (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 21:50

6 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Jú jú, Nanna mín. Mikil ósköp!! Mannstu ekki alveg hvar ég á heima?? Þorskafjarðarheiðin er fær svo að þetta er ekki nema svona fimm tíma ferð!!

Ég hef aldrei tíma fyrir neitt þegar ég er í RVK elskan. En núna, þegar ég er komin heim, hef e´g allan tíma í heiminum.

Ylfa Mist Helgadóttir, 12.9.2008 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband