18.9.2008 | 15:43
Kippt niðraf háa hestinum
Heilbrigði er krafa sem manni finnst sjálfsögð. Þangað til að einhver sjúkdómskrumla læsir sér í líkamann, -nú eða sálina, um lengri eða skemmri tíma. Þá lítur maður á það sem heilmikla árás á manns eigin prívattilveru! Svo kemur einskonar auðmýkt upp á yfirborðið. Auðmýkt gagnvart heilbrigðinu. Það kostar að halda heilsu, það fattar maður kannski þegar hún er ekki alveg eins og hún "á að vera." Svo eru það auðvitað þeir sem hafa bara ekkert um það að segja. Þeir sem fæðast heilsulausir eða slasast, fá illvíga sjúkdóma sem kannski eru arfgegnir og svo frv.
En þetta vitum við nú öll og lítið um það að segja. Þetta var bara svona örstutt upprifjun og þá meira fyrir mig en ykkur! :)
Nú er það nýjasta uppi á tengingnum flogaveiki. Að ég geti verið að fá einskonar krampalaus flog sem sendi svo þessar boðtruflanir til hjartans svona rétt í leiðinni. Það kemur líklega í ljós þann 13. okt þegar ég fer í myndatökuna og línuritið. Mér finnst bara svo helv.. langt þangað til. Sérstaklega í ljósi þess að þangað til má ég ekki keyra bíl né neitt annað sem getur sett annað fólk í hættu. Skynsamlegt? Já, vissulega. En djöfulli frelsisheftandi um leið! Það vill til að ég er umkringd dásemdar fólki sem nennir að drasla mér í Bónus, sækja fyrir mig Baldur á leikskólann þegar ég er slöpp, keyra mig heim úr skólanum og meira að segja fara með mig í sund! Já, það er nú bara þannig orðið að maður fer ekki einn í sund. Það væri laglegt að fá kast í lauginni og damla svo bara eins og hvert annað stórhveli í hálfu kafi! Það er nú ekki lengi að gerast.
Mér finnst mér hafa verið kippt úr tilverunni og eyddi gærdeginum í að vorkenna mér alveg agalega. Grenjaði eins og stunginn göltur meira en grís, og fannst sem lífið væri mér heldur ósanngjarnt! Hellti úr skálum sorgar minnar og vonbrigða yfir tengdamóður mína sem tók því með jafnaðargeði og leyfði mér að fjasa og blása góða stund. En svo í dag er ég eiginlega svo þakklát og glöð. Ég er svo glöð að eiga svona margt sem mér er annt um, svo þakklát fyrir að eiga svona góða að, glöð OG þakklát fyrir öll tækifærin sem mér bjóðast og svo mætti lengi telja. Á eftir ætla ég til dæmis í sund með vinkonu minni og svo með öðrum vinkonum í Holt í Önundarfirði. Þar fer fram Tólf spora kerfisskóli sem ég ætla að sækja í vetur.
Enda á mynd sem var tekin í sundleikfiminni í gær.....
Athugasemdir
Sjúkur maður á sér eina einustu ósk: Að ná heilsu. Allt annað verður hjóm eitt í samanburði. Man hvað mér fannst gamla fólkið skýtið í denn, sem var alltaf að tönnlast á því hvað heilsan skipti miklu máli. Þetta skil ég betur nú þó nokkrum árum seinna og heilsu minni hefur verið ögrað.
Bkv.
Hulda
P.S. Góð vinkona þín í sundinu, bæði dugleg og "elefant" ;)
Hulda Hákonardóttir (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 16:13
Bestu batakveðjur til þín Ylfa Mist.
Vonandi er þetta eitthvað uppáfallandi sem gengur yfir.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 18.9.2008 kl. 16:28
OHH Ylfa skil allt sem þú ert að segja svo vel. Hertu upp hugann það ert hægt að lifa með öllu I know..væri rosa til í að komast í sundtíma með þér er laust pláss?
Herdís (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 20:16
Góða besta Ylfa, láttu þér batna.
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 19.9.2008 kl. 10:01
Það er gott að húmorinn er þarna enn þrátt fyrir smá slappelsi. Myndin er góð.
Ég myndi gjarnan koma og keyra þig um allt ef ekki væri fyrir þessa fimm til sex tíma keyrslu fram og til baka.
Og svo má alltaf líta á björtu hliðarnar, það er til dæmis miklu lengra til jóla en 13. okt!
Þ
Þórdís Einarsdóttir, 19.9.2008 kl. 11:01
Vantar ekki svarta sundbolinn á þessa fimu sundleikifimiveru....það er gott að þú ert umvafinn góðu fólki, sem vill allt fyrir þig gera, enda þú sjálf ekki þekkt fyrir að segja NEI við nokkurn mann ef beðinn um viðvik
OHH tæka að mér að fara með þig í sund..og heita pottinn...á augabragði ef ég væri í nálægð við þig. Sakna heita pottsins í Bolungarvík...þar sem hægt er horfa á fjöllinn og stjörnunrnar ummm þ.e.a.s. ef það er ekki blindbylur
Auðvitað batnar þér...læknavísindin eru stórkostleg, ef bara er hægt að finna orsökina er hægt að finna eitthvað við því........lyf sem hafa svo reyndar aukaverkanir...en við þeim er hægt að fá enn önnur lyf og svo framvegis..... Hahahaha loveju baby.
valrun (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 11:48
flott mynd af sundinu elsku frænkan mín
s
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 19.9.2008 kl. 13:50
Nú er ég sjálf búin að vera í þínum sporum og veit svona nokkurn veginn hvernig þér líður.
En þó að þetta sé sjokk í byrjun þá reynir maður að venjast tilhugsuninni og hugsa frekar um allt þetta góða sem við eigum.
Kær kveðja Anna Helga
Anna Helga (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 17:21
það er gott að þú heldur húmornum, ég held því fram að það eina sem skilji þá að sem læra að lifa með sínum veikindum og hinum sem leggjast í varanlega kör sé hæfileikinn til að sjá björtu hliðarnar á tilverunni þrátt fyrir almenn ömurlegheit. ég vona að læknarnir þínir finni leið til að vinna úr þessum ömurðum öllum svo þú getir haldið áfram að gera líf okkar hinna skemmtilegra án frekari truflana.
knús
nanna
nanna (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 20:52
alva (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 01:23
djöfull ertu lekkert í sundinu mín kæra! vona að þér fari að líða betur. þetta fólk þarna fyrir vestan er bara ekkert of gott til að keyra þig fram og til baka!!
lufsan (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 13:30
Bergljót Hreinsdóttir, 20.9.2008 kl. 19:59
Góður hugur héðan frá hinni víkinni. Eðlileg viðbrögð og góð.....en það er eitthvað sem segir mér að þetta sé ekki staðan...bara góðir straumar í kring um þig......heimurinn þarf á þér að halda...vertu jákvæð...allt fer vel
JJ
Júlíus Garðar Júlíusson, 21.9.2008 kl. 19:57
Innilegar batakveðjur úr annari Vík!
Harpa J (mamma Ragnars) og fjölskylda
Harpa J (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 10:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.