29.9.2008 | 14:52
Þar sem norðursins fegurð....
...ríkir ein ofar hverri kröfu!
Það er svo fallegt á haustin. Veðrið getur aldrei ákveðið sig, sól og rigning í sama vetfangi og fallegir regnbogar prýða himininn dag hvern. Þessi hreina og tæra haustlykt sem minnir mig alltaf á bernskuna á Dalvík þegar maður gekk í skólann og braut ísskæni af pollunum með nýju kuldastígvélunum, í nýrri úlpu og andaði gufu útí loftið. Alltaf svona einhver sérstök stemmning yfir þessari árstíð.
Ég fór í Líffæra og lífeðlisfræðipróf í morgun. Mér gekk alveg prýðilega. Nema að ég hafi bara vaðið í villu og svíma og talið mig vita öll svörin og fái svo bara þrjá! :) Held samt ekki. Mér var svo létt þegar ég sá að ég réði alveg við þetta því að í sannleika sagt svaf ég varla í nótt vegna kvíða! Allt getur maður nú gert sér að kvíðaefni!
Nú ætla ég að vaska upp, fara í gítartíma, fara með drengina mína í íþróttahúsið og leyfa þeim að svamla í lauginni á meðan ég er í sundleikfimi, henda brauði, eggjum og einhverju snarldrasli á kvöldverðarborðið og skríða svo snemma uppí með sálfræðibókina og lesa um ....viðbragðasvörun...... eða eitthvað.
Fallegt.
Athugasemdir
Dugleg - og klár :)
Hulda Hákonardóttir (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 18:59
ég held bara að þetta hafi tekist hjá okkur
Guðmunda (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 19:33
Auðvitað gekk þetta vel hjá þér, en ekki hvað?
Bestu kveðjur
Alla
Alla (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 21:17
Dugleg ertu ;) hafðu gott kvöld. ;)
Aprílrós, 29.9.2008 kl. 22:26
þú ert yndisleg kona Ylfa Mist.Mér þykir vænt um þig :) Hilsen fra Aarhus
Ella Rósa (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 22:35
yndisleg færsla elsku frænka
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 30.9.2008 kl. 07:21
Ég segi eins og Sara - Gítartíma?? - Ertu líka að læra á gítar?
Laufey B Waage, 30.9.2008 kl. 14:05
Upphrópun...ertu líka að læra á gítar...eða er það Birnir sem er snilingurinn og við að misskilja allt. Ef þú hefur tíma til að.... læra á gítar, fara í sundleikfimi, vera í námi, sinna heimavinnandi húsmæðra slúðri með kaffi og með því, lesa á kvöldin, sinna húsverkum, fara út að labba með tíkina, stunda jóga, vinna nokkrar vaktir á skýlinu, sofa hjá Halla, elda mat, baka í nestispakkana, blogga, vera stuðningsforeldri, syngja í gospelkór, versla i Bónus..................vil ég vita á hvaða lyfjum þú ert og heimta að fá þau !!
Finnst þessi færsla æði, vekur upp minningar.En ég hins vegar þoli ekki marrið í skónum/ snjónum þegar maður gengur á vel frosnum þjöppuðum snjó...ohhh fæ bara gæsahúð.......
Var annars úti í garði á stuttermabol að tína upp eplin sem féllu af trjánum í nótt og í dag. Er búin að baka nokkrar eplakökur og gera rauðlauks og eplachutney.
Loveja
Valrun (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 14:44
Yndisleg færsla, ofvirka nágranna.
Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 30.9.2008 kl. 18:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.