Einnkunnadagur í dag.

Fékk úr tveimur prófum í dag. Og ég er bara drulluglöð! Ég var svo sannfærð um að ég næði ekki fimm fyrir sálfræðiprófið sem ég mætti ólesin í (þurfti auðvitað að bjarga verðmætum þegar ég átti að vera að undirbúa prófið og taka slátur.....) en viti menn! ég fékk 7.1! sem segir mér að ég geti brillerað í þessu fagi ef ég fer að taka mig á í lærdómnum! Rétt áðan fékk ég svo úr bóklegri hjúkrun og sá þá hina fjarskalega notalegu tölu TÍU!!!! Húrra! Verst að ég á ekki bót fyrir boruna frekar en aðrir þessa dagana svo að ég held bara uppá þetta með því að fá mér....... GÓÐAN göngutúr!

Annars finnst mér lífið yndislegt. Ég er svo glöð með dásamlegu fjölskylduna mína. Aumingja kallinn minn fékk í bakið og hefur verið heima í tvo daga, held hann ætli í vinnu í dag. Það er ótrúlegt með hann Harald, öfugt við aðra karlmenn, ....flesta a.m.k, að hann verður eins og óþekkur krakki ef hann veikist. Ég þarf nánast að setjast ofan á hann til að láta hann leggjast í rúmið. (hljómar mjöööög tvírætt en það er nú einu sinni þannig að setjist ég ofan á einhvern,.. tja.. þá stendur hann ekki upp fyrr en ég stend upp!! Grin ) Ibufen hef ég skammtað honum og tryggt að hann gleypi töflurnar, borið á hann bólgueyðandi gel og skipað honum í heita pottinn og að hafa sig hægan á milli. En sama hvað, hann kvartar aldrei!

Unglingurinn er farinn að setja á sig rakspíra.. óumbeðinn, og hann er að fara á Íþróttahátíðina í skólanum í dag. Unglingastigið hefur verið að undirbúa þetta alla vikuna, skreyta salinn fyrir ballið með seríum og huggulegheitum. Merkilegt með þessa unglinga. Nú er ég með leiklistarnámskeið fyrir unglingastigið í skólanum og það er svoooo gaman! Þau eru svo frábær og áhugasöm. Mér þykja unglingar nefnilega oftast eitthvað svo ískyggilegur hópur. En svo bara eru þau frábær!

Og ferðinni er heitið suður á bóginn á sunnudaginn, rannsóknir á mánudaginn og svo aftur heim á þriðjudag. Ég nenni nú ekki að eyða of löngum tíma þarna syðra þar sem fólk fer og mokar út peningum til að troða í bankahólf, æðir í búðir til að byrgja sig upp af innfluttri vöru og ég veit ekki hvað og hvað. Skil ekki af hverju aumingja fólkið borðar ekki bara slátur??? :)

Ég held að við hér finnum ekkert svo mikið fyrir þessari kreppu. Vestfirðir hafa verið í áratugalangri kreppu hvort eð er, utan einstaka lukkunar pamfíls sem var úthlutað sneið af þjóðarkökunni og gat selt hana. Þeir eiga margir hverjir enn heimili hér hjá okkur. A.m.k sumarheimili.........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey B Waage

Til hamingju með námsárangurinn.

Laufey B Waage, 10.10.2008 kl. 10:02

2 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Til hamingju með einkunnirnar og gangi þér vel í rannsókninni. Þú veist hvar við búum ef þú finnur hjá þér þörf til að kíkja upp á heiðar.

Þ

Þórdís Einarsdóttir, 10.10.2008 kl. 12:01

3 identicon

Verð að fá að smakka þetta töfraslátur hjá þér..;)

Vala Dögg (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 13:21

4 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Mikið er ég ánægð með það hvað þér gengur vel og hvað þú ert ofsaklár kæra húsmóðir og gangi þér vel á mánudaginn.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 10.10.2008 kl. 16:43

5 identicon

TÍU! Djuls ofurtöffari ertu kona.

Mér finnst miklu skemmtilegra að eiga ekki bót fyrir boruna þegar enginn annar á svoleiðis heldur. Ég fæ út úr því meinfýsna fullnægju að flestir séu nú jafnblankir mér, ef ekki blenkri.

Sigga Lára (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 19:27

6 identicon

Til hamingju með einkunnirnar:) Og gangi þér vel fyrir sunnan.Heyrumst seinna.

Ella Rósa (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 13:00

7 Smámynd: Aprílrós

Til hamingju með prófin

Aprílrós, 12.10.2008 kl. 18:54

8 Smámynd: Hjördís Þráinsdóttir

Til hamingju með námsárangurinn mín kæra - þú ert bara algjör proffi!

Mig langar að vera memm næst og taka slátur - ég fæ bara nostalgíukast þegar ég les um slátur í hverri færslunni á fætur annarri.

Frábær stigbreyting á lýsingarorðinu „blankur“ hjá henni Siggu Láru - blenkri! hehehe

Hjördís Þráinsdóttir, 16.10.2008 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband