Stórholt

Ég steig þungt til jarðar höfuðborgarinnar eftir órólegt flug í dag. Lá svo í sófanum hjá Tótu vinkonu og gerði ekki neitt þangað til Björgúlfspabbi og stjúpmóðir buðu okkur í ammrískar pönnukökur með sýrópi og smjöri. Þar voru fjármálin rædd. Aðallega fjárhagsvandræði...... og hversu dýrar tannréttingar væru! Nú sit ég ein í tótuíbúðinni á meðan hún æfir sig í að syngja útí bílskúr og á meðan ætla ég að horfa á einhverja Jane Austin mynd frá BBC. Hún á slíkt í hrönnum.

Ég ætla í engar heimsóknir í Reykjavík. Morgundagurinn fer í læknastúss, næsti dagur í heimferð. Stutt og laggott að þessu sinni.

Gesturinn í Stórholtinu kveður í kvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

innlitskvitt

Aprílrós, 12.10.2008 kl. 21:21

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

gangi þér vel elskan mín ! ú lætur heyra frá þér.

knús í krús

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 13.10.2008 kl. 05:47

3 identicon

Vonandi gekk allt vel.

Hulda (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband