Ill veður, Ármann fertugur og þar frammeftir götum

Hér hefur verið bylur síðan á fimmtudag. Og sko... ég meina BYLUR! Með tilheyrandi bílafestingum, mokstri og almennri smábæjar-óveðurs-ófærðarstemmningu! Og þá tekur maður eftir einu: pólverjar eru hjálpsamastir allra! Tja.. fyrir utan auðvitað Fal Þorkelsson og frænda hans Sigmund sem björguðu okkur í dag og brugðust við beiðni eins og sannir herramenn! Enda ekki ósjaldan sem dýrðin hann Falur og hans frú hafa verið manni bóngóð! En merkilegt með þetta pólska fólk! Það er svo vant samfélagshugsuninni að það setur sig úr leið til að ýta á fastan bíl, moka nokkrar skóflur fyrir mann, eða einfaldlega bjóða "Godan daginn," brosmilt og fallegt!

Við höfum verið í afmæli í tvo daga í röð. Og það í bæði skiptin hjá Bríeti Finnbogasystur sem hélt tveggja daga langt afmæli ásamt Eddu Borg vinkonu sinni. Og á þessu hefur maður grætt óhemju súkkulaðivelgju! Pylsur og súkkulaðikaka er ekki góð blanda fyrir fólk sem fær auðveldlega brjóstsviða! Sem þekkt fyrir að vera "konan sem hótar óþekkum börnum flengingu" hélt ég auðvitað uppi járnaga í barnaafmælinu sem var í dag. Öll leikskóladeild Bríetar og Baldurs var samankomin og ekki veitti af vendinum! Rosaleg læti geta verið í tuttugu börnum sem eru fjögurra ára gömul!  Úff!! Ég vona að guttarnir mínir vilji framvegis bara hafa "fámenn" afmæli.......... En þrátt fyrir lætin þá sér maður svo ótrúlega vel í svona afmælum hvað börn eru ótrúlega stillt án foreldra sinna! Það að hafa svona marga krakka í einu herbergi gengur aðeins upp ef spillandi foreldraáhrifa gætir EKKI!!

Annars á fyrrum sambýlingur minn og einn besti "karlvinur" fertugsafmæli í dag. Ármann Guðmundsson, Húsvíkingur og ljóti hálfviti heldur upp á afmælið sitt með tónleikum í Rósenberg í kvöld. Leitt að komast ekki! Ég get bara yljað mér við minninguna um þrítugsafmælið hans sem hann hélt ásamt Togga, -einnig Húsvíkingur og hálfviti, í Hugleiksbækistöðvunum gömlu við Aðalstræti eitt í Reykjavík. Nú stendur þar held ég eitthvað hótel. En í den var þar gamall og reisulegur timburhjallur sem ekki hélt vatni né vindum en við héldum mörg partýin og leiksýningarnar í.  

Og í þrítugsafmæli félaganna tók ég að mér að elda súpu og búa til bollu. Frómt frá sagt var bollan gerð úr einhverju heimabruggi og var rosalega áfeng. Svo áfeng að ég dó afar snemma inni í reykingarherberginu! Svei mér ef ég tróð ekki sama kvöld upp með karlakór sem ég hélt fyrir einhvern misskilning að væri blandaður kór! Fullkomlega óumbeðin! Það er ekki skrýtið að ég drekki sjaldnast áfengi í dag! Það klæddi mig lítt betur en aðra!

Hér er ein mynd af hálfvitum, sem ég stal af moggasíðunni, þar sem allar myndirnar af Ármanni eru í annarri tölvu. Til hamingju með afmælið gamli!

halfvitar

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

innlitskvitt ;)

Aprílrós, 25.10.2008 kl. 23:15

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

til hamingju með  hann vin þinn elsku frænka

knus inn í sunnudaginn

s

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 26.10.2008 kl. 10:55

3 identicon

þetta eru miklir snillingar, eins og Húsvíkingar eru upp til hópa ! Þetta veit ég enda gift einum slíkum...sem skemmti sér líka þvílíkt vel í gær á Rósenberg.

bestu kveðjur í snjóinn sem er yndislegur

Agnes (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband