Saltkjöt og bjúgur

eða öllu heldur saltkjöt og baunir og bjúgur í eftirrétt!

Ég rakst á svo dásamlegt tilboð á söltuðum lambarifjum í´Bónus á dögunum að því varð ekki hafnað! Rifin eru nefnilega það albesta! Feit og væn og á beini! Salkjöt eins og það gerist best! Og þar sem ég elda bara saltkjöt um það bil tvisvar á ári, hef ég baunasúpu með. Og ét yfir mig í bæði skiptin! Og fæ góða viðbót á fætur, háls og hendur! Ég er líklega búnað drekka tvo lítra af vökva í kvöld án þess að fara svo mikið sem einu sinni á klósettið að pissa! Nei, -allur þessi vökvi hleðst samviskusamlega á sköflunga, ökkla, varir og fingur! Það má pota vísifingri á kaf í fótlegg og liggur við að maður þurfi að vera nokkuð rammur að afli til að toga fingurinn úr holunni!!!

Ég ELSKA saltkjöt! Ég veit vel að ef ég borða það, þá fæ ég hroðalegan bjúg, ég GET bara ekki hamið mig! Lái mér hver sem vill, en vel feitt saltkjöt, rófur, gulrætur og passlega sölt baunasúpa er bara mitt hlið að himnaríki! Nema ef vera skyldu vel slegin og söltuð svið! Mmmmmmmm...

Að hugsa sér! Hér sit ég, rórillandi í umframholdum og bjúg, beinlínis búin að éta á mig óþrif, og hvað hugsa ég um?? MAT!!!!

Svona fólki er hvorki vorkun né björgun!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Já segðu, saltkjöt og baunir er herra manns matur.

Aprílrós, 30.10.2008 kl. 11:09

2 identicon

Saltkjöt og bjúgur -hahahahahahaha ...... dásamleg skrif. Auðvitað kemur ekki til greina að vorkenna þér  ....nema ef ég set súkkulaði inn fyrir feitt saltkjöt .......æi, þá skil ég þig svo voða vel  - og já, finn jafnvel til vorkunnar - eða a.m.k samhygðar

Hulda (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 12:39

3 Smámynd: Laufey B Waage

Ég hélt fyrst þegar ég las fyrirsögn og fyrstu línu að þú værir að tala um bjúgu (sperðla). En það gat ekki verið að svona vel máli farin og vel skrifandi kona setti r-endingu á bjúgun. Það gat heldur ekki verið að svona mikil smekkmanneskja á mat, hefði bjúgu - en ekki baunasúpu - með satlkjötinu.

En svona fólki ER björgun. Let me know. Ég er nebbla líka "svona fólk". Láttu mig vita næst þegar þú kemur í bæinn, ef þú vilt koma með mér á fund hjá "svona fólki", 

Laufey B Waage, 30.10.2008 kl. 14:00

4 identicon

Já Ylfa mín spikfeitt saltkjöt er besta sem til er .Allir læknar sem ég hef talað við virðast ekki vita leyndardóma saltkjötsins. Þegar ég borða saltkjöt þá hef ég tilbúnar sprengitöflur við hlið mér , vegna þess að þegar ég er orðinn pakksaddur og er alveg að springa , þá fæ ég verk fyrir brjóstið og þá set ég eina töflu undir tunguna ,þá lagast allt og ég get tekið einn bita í viðbót af saltkjöti .

Magnús Már Jakobsson (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband