Sunnudagur

Úff hvað ég er þreytt. Ég var á næturvakt í nótt og börnin mín hafa líklega sammælst um það að þegar ég kæmi heim, fengi ég ekki mínútusvefnfrið! Á endanum, núna um hálftvöleytið ákvað pabbi þeirra að fara með þá í sund til að ég fengi næði en þá er það of seint. Ég gat ekki sofnað. Þetta er gallinn við næturvaktir. Og mér finnst alltaf jafn sérstakt að heyra fólk segja: þetta er nú ekkert mál fyrir ykkur, þessar ungu! En það gleymir því að við, þessar ungu eigum venjulega dágóða súpu af börnum sem eru ekkert endilega innstillt á það að mamma þurfi svefnfrið á daginn!Tounge

Svo að ég er geðstirð, úrill og úldin í meira lagi!

Kannski ég bara drífi mig á eftir þeim í laugina. Reyni að skola af mér geðvonskuna og syfjuna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessar ungu?

Ég man nú þá tíð sem maður gat djammað viðstöðulítið árum saman án þess að blása úr nös eða depla auga. En það var nú á annarri öld. Í dag þarf ég minn svefn og mína rútínu og er réttsvo að meika uppeldið á þessum börnum með heimilishaldi þó ég geri ekkert mikið annað. Er helst komin á þá skoðun að barnahlaðninguna hefði maður átt að klára frá svona uppúr 15 ára aldrinum og vera að koma síðustu ungunum úr hreiðrinu á þessum síðustu, elstu og verstu tímum.

Á hvaða aldri er það fólk eiginlega sem heldur að fólk á okkar aldri séu "þessar ungu"?

Sigga Lára (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 14:20

2 identicon

Það er bara tvennt í stöðunni varðandi þennan ófrið af börnunum eftir næturvakt. Annað hvort:

- Að ala þau svo vel upp að þau hlýði þegar þeim er sagt að trufla ekki mömmu. Ég geri ráð fyrir að það sé hjá þér eins og mér, orðið aðeins of seint að ná þeim árangri úr þessu.

- Lás á hurðina og tappa í eyrun, þá komast þau ekki upp með annað en að leita þjónustu hjá þeim sem er á foreldravaktinni, sem er alltsvo ekki þú.

Það er alla vega dagljóst að þú endist ekki lengi á þessum næturvöktum ef þú sefur ekki. Það er ekki að ástæðulausu sem svefnsvipting hefur verið notuð sem ein helsta pyntingaraðferðin hjá flestum menningarleysissamfélögum heims.

Berglind (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 14:39

3 Smámynd: Guðmunda H Birgisdóttir

æji hvað ég syl þig vel en þú verður að fara snemma að sofa svo að þú verðir hress á morgun nenni ekki að vera með pirri pirr konu á morgun í skólanum

Guðmunda H Birgisdóttir, 2.11.2008 kl. 19:18

4 Smámynd: Aprílrós

Skil þig ofurvel ;)

Aprílrós, 2.11.2008 kl. 19:28

5 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ég vann einu sinni á næturvöktu, það var hræðilegt ! tíminn á milli 4 og 6 var ömurlegur, að sofa á daginn þegar aðrir vaka og allt er í hljóðum var ómögulegt, ég fer í vont skap þegar ég hugsa um þetta. einu sinni vaknaði ég eftir næturvakt kl. 4 um daginn, stóð upp úr rúminu, datt inn í eldhús slengdist æa golfið ! leit á öklan ´mér sem var eins og fótbolti ! sleit sem sagt liðböndin og átti í baráttu með það í mörg ár, eða þar til þau voru skorin upp og saumuð aftur og aftur. fór aldrei á næturvaktir. þannig sð ekki vinna á næturvöktum, því þá slíturðu liðböndin ! hehe

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 3.11.2008 kl. 06:01

6 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

Ég sef með eyrnatappa allar nætur enda mjög viðkvæm fyrir hljóðum. Kaupi mér alltaf slatta af þeim í apó. Lausnin komin:)

Harpa Oddbjörnsdóttir, 3.11.2008 kl. 11:21

7 Smámynd: Hjördís Þráinsdóttir

Mér er minnisstæð umræða sem ég varð vitni að þegar nokkrar konur voru að segja að konur í vaktavinnu hefðu það svo gott. Þær þyrftu ekki að sjá um börnin á kvöldin, og gætu svo bara sofið alla daga þegar þær kæmu heim því börnin væru sett í leikskólann. Þetta var auðvitað allt sagt í mjög neikvæðum tón. Ég fékk ógeð.

Það tæki stóran toll af mér að þurfa að vinna vaktavinnu. Þú ert ótrúlega dugleg að gera þetta með fullt hús af börnum og öðrum ættingjum!

Hjördís Þráinsdóttir, 3.11.2008 kl. 15:05

8 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Er ekki bara fínt að fara til sæta læknisins og fá nokkrar hvítar?

Mar sefur svo helv... vel af þeim!

Þ

Þórdís Einarsdóttir, 3.11.2008 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband