3.11.2008 | 21:19
Ruglan
Arg,...
Heilsan hefur verið með besta móti, undanfarinn mánuð en skyndilega hef ég aftur þörf fyrir að skalla gólf og veggi! Með myndarlega kúlu á enninu og gott glóðarauga í aðsigi hef ég því fengið reisupassann til Reykjavíkur. Fyrirheitni staðurinn er Landspítalinn. Það verður líklega upplit á staffinu þar þegar ég segi því hvað gerðist: ég datt á hurð....... Ég á að leggjast inn á bráðadeild hjarta.....deildar, svo að hægt sé að troða mér í þessa aðgerð sem ég þarf annars að bíða eftir í ár. ÁR!! Ég meina, hver veit hvað verður eftir ÁR???? Maður gæti allt eins verið búinn að geispa golunni! En það er nú gott að landstjórnin ákvað að byggja hátæknisjúkrahús fyrir símapeningana mína... og þína. Ég bara vona að það gangi betur að manna það en þau sjúkrahús sem við eigum fyrir. Ég vona líka að það verði þá hægt að útrýma biðlistum, fyrst ekki var hægt að setja þessa peninga í ríkisspítalana sem hanga endalaust á horriminni, í rekstrarhalla, vanskilum, niðurskurði og hörmung. Djöfull getur þetta helvítis, fokking "frábæra" heilbrigðiskerfi okkar gert mig BRJÁLAÐA!!! (ég bið aldraðar móðursystur og aðra viðkvæma að afsaka orðbragðið... ég er bara svo helvíti geðvond. Það fylgir því að fara svona snöggt í lárétta líkamsstöðu...)
Þannig að aftur er ég kominn í sömu súpuna, get ekki keyrt, get ekki unnið, get ekki mætt í skólann..... Ég er dálítið spæld en vona að eitthvað gott hljótist af þessu öllu saman ........ döh...
Og þar sem ég veit að Dr.Theodóra les bloggið mitt, þá segi ég bara: Tehodóra mín, ég er afar glöð með að hafa vitni að þessu með hjúksapar-ráðstöfunina!!!!
Set nú inn eina svona skemmtilega til að enda þetta nú á jákvæðu nótunum. Það má örugglega heimsækja mig á sjúkrahúsið, ef einhver nennir að tala við geðvonda konu með meiningar gagnvart heilbrigðiskerfinu........
Athugasemdir
Það hlýtur nú að vera gott að þér skuli vera troðið í aðgerð. Ekki geturðu beðið í svona rugli í heilt ár, - og alltaf á skallanum.
Laufey B Waage, 3.11.2008 kl. 21:35
Elsku hjartalóa litla, það á nú ekki af þér að ganga. Það er naumast að þú ert hrifin af gólfum yfirleitt. Láttu nú aðra um að sjá um þau í framtíðinni. Gangi þér vel elskan og vonandi fæst nú lausn í þessum málum þínum. Með beztu kveðju.
Bumba, 4.11.2008 kl. 07:40
Gangi þér vel skella mín.
Freyja (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 08:22
Gangi þér vel Ylfa - ég hugsa til þín!
Hjördís Þráinsdóttir, 4.11.2008 kl. 10:11
Gangi þér vel Ylfa mín
Fríða Birna (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 16:02
gangi þér vel elsku frænka mín !
kærleikskveðjur frá mér
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 4.11.2008 kl. 16:09
Hugsa til þín
gangi þér vel
Agnes (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 18:20
Það var mikið að þér var komið að. Vona að þeir klári dæmið núna, og sendi þig ekki heim núna nema með (eftir) fulla skoðun.
Bestu kveðjur frá sveitadurgunum á Höfða
Kristín Álfheiður (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 19:12
Gangi þér vel mín kæra :)
Aprílrós, 4.11.2008 kl. 19:43
Hey - hvenær kemurðu?
Helgavalan (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 20:06
,,helvítis, fokking "frábæra" heilbrigðiskerfi" - get alveg tekið undir það eftir nokkurra ára náin kynni af því systemi...
Gangi þér sem allra best og vertu dugleg að kvarta - það er það eina sem dugar!
Harpa J (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 21:32
Iss piss...bara gaman að kíkja niður á hjartadeild, það gat nú verið að þú myndir enda þar enda með eindæmum hjartgóð kona :O)
Hvenær kemur þú ? og ertu haldin valkvíða varðandi á hvorum spítalanum þú verður ? Veit að þetta heitir allt það sama en ég er "ávalt" utan af landi og tala því um Borgarspítalann og Landspítalann..... :O)
Harpa Hall (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 21:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.