Rainbow

Þegar ég var unglingur þekkti ég mann sem var mikill Rainbow aðdáandi. Ég lærði auðvitað að meta þessa eðalgrúppu með öllum sínum mannabreytingum og skrautlega ferli.  Ég varð ótrúlega svag fyrir síðhærðum gítarleikurum á þessum tíma, sérstaklega hetjugítarleikurum eins og Ritchie Blackmore. Það var eiginlega algjört skilyrði að þeir sæjust aldrei brosa. Þeir urðu að vera alvarlegir, fjarrænir, síðhærðir, með opið niðrá loðna bringu, frekar hallærislegir í klæðaburði, (svona eins og Brian May og Blackmore) og helst með nógu andskoti sítt og rytjulegt hár! Að þessum skilyrðum uppfylltum, heimsóttu þeir dag-og næturdrauma, unglingsstúlkunnar á Ásvegi 2 á Dalvík! Fyrstu geisladiskarnir sem ég keypti mér sjálf (í plötubúðinni á Neskaupsstað af einhverjum ástæðum) voru Rainbowplöturnar: Bent out of shape, Difficoult to cure, Down to earth, straight between the eyes og fleiri gullmolar.

Já, hann var einkennilegur, smekkur unglingsstúlkunnar á Ásvegi 2, þegar kom að karlmönnum. Mér þóttu þeir piltar sem hvað vinsælastir voru á þeim tíma yfirleitt lítið spennandi! Nei, síðhærðu gítarhetjurnar voru mín kyntákn! Svo ekki sé nú minnst á gullmola eins og Alice Cooper!

Auðvitað, sem sannur aðdáandi Hár-metalsins, átti ég fyrir plöturnar Dream evil og Holy Diver með R.J. DIO.  En Dio var auðvitað fyrsti söngvari Rainbow. Hann var með svakalega rödd og ég man ennþá hversu vonsvikin ég varð þegar ég sá þennan tyrðil fyrst! Hann var í engu samræmi við röddina! Þá var nú Graham Bonnet eitthvað annað! Enn þann dag í dag þegar ég sé hann taka smelli á borð við þennan:

 .

........kikna ég verulega í hnjáliðunum! Hafið þolinmæði við að hlaða inn myndbandinu, ég lofa því að það er þess virði!!! Bonnet er auðvitað löðrandi í kynþokka og ekki síður í "Since you´ve been gone." Það er nótt og enn vaki ég heima hjá Tótu vinkonu, með tölvuna uppí rúmi og hlusta og horfi á gamla sjarma. Gamlar minningar banka uppá... minningar sem ég deili bara með Lindu, Ellu Rósu og engum öðrum!!LoL Minningar sem hæfa ekki ömmum, frænkum, systrum eða vinnufélögum. Bara gömlu vinkonunum! Það er dásamlegt að eiga svoleiðis minningar. Unglingsárin voru ekki þau prúðustu, það veit Guð. Og þau voru helvíti erfið, það vita þeir sem hafa verið unglingar..... allflestir, sem sagt! En mikið djöfull var nú oft gaman!!!

Svona "Walk down Memory Lane" er nauðsynlegt að taka af og til. Það er eitthvað svo..... HRESSANDI! Rifja upp allar öfgarnar. Í öllu! Það var of mikið af öllu! Of mikið drukkið, of mikið reykt, of mikið r**** og vakað, djammað, elskað, rifist, grátið, hlegið og öskrað. Öfgar í öllu. Og tónlistin alltaf í forgrunni á hæsta styrk. Síðhærðar gítarhetjur og söngvarar með ótrúlegt raddsvið. Syngjandi línur á borð við þessa: We belived, we catched the rainbow.............

Já, þær eru skrítnar þessar landsbyggðarstelpur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Heyhh... ég er sko landsbyggðarstelpa og mín idol voru Simon LeBon og Morten Harket! Engir síðhærðir takk!

En ég er löngu hætt að kikna í hnjánum við tilhugsunina um þá, fær frekar bara svona fliss kast yfir fáránlegheitunum.  

Þ

Þórdís Einarsdóttir, 7.11.2008 kl. 10:28

2 Smámynd: Gló Magnaða

Rainbow

Ó....  hélt að þú værir að tala um ryksuguna. 

Gló Magnaða, 7.11.2008 kl. 11:17

3 Smámynd: Hjördís Þráinsdóttir

Dio er geggjaður...

Og ég hélt líka að þú værir að skrifa um ryksuguna. Mig langar í Rainbow.

Hjördís Þráinsdóttir, 7.11.2008 kl. 13:27

4 Smámynd: Hjördís Þráinsdóttir

Mundi allt í einu eftir þessu lagi =o) Talandi um geðsjúkan söngvara sem er svo bara voðalegur tyrðill!

http://www.youtube.com/watch?v=JpIlMGoDy2M&feature=related

 Your sauce will mix with ours and we'll make a good goulash baby! =oD

Hjördís Þráinsdóttir, 7.11.2008 kl. 13:34

5 identicon

Rainbow. Já og Dio. Ég hélt að ég og Anna vinkona mín hefðum verið einar um þessi undarlegheit á unglingsárunum. Og ég deili líka blæti þínu varðandi síðhærða dulúðlega gítarleikara með stingandi augnaráð. Enda man ég að ég hélt mest upp á instrúmental lögin á Rainbow-spólunni minni. Snowman og Anybody there? Steve Vai var mikið ædol... (Reyndar fannst mér hann setja ofan við að fara í White Snake. Of mikill rjómi, eitthvað.)

Maður þarf nú að fara að eignast þessar snilldir aftur. Átti þetta allt upptekið af vínil yfir á spólur sem eru löngu týndar.

En mamma á rainbow-ryksugu. Ekki alveg jafnfögur tónlistin í henni...

Sigga Lára (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband