Próf, afmælishjólið og sviðin hans Snorra sels.

Eftir frekar langt vortímabil í nóvember er farið að vetra aftur. Og ekki seinna vænna! Ég er að átta mig á því að jólaskrautið, -sem var sannast sagna aldrei búið að ganga fyllilega frá, er að fara aftur upp á veggi, borð og glugga! Baldur gat farið á sleðanum sínum í leikskólann á morgun í þessari aumingjalegu föl sem þó er úti og vonandi helst það þangað til hann er búinn í leikskólanum svo hægt sé að draga hann heim líka!

 Helgin var fín. Ég kom heim á laugardaginn og við undirbjuggum afmælið ásamt því að ég fór í laaaaanga gönguferð með Urtu sem var búnað sakan göngutúranna okkar. Á sunnudag átti svo frumburðurinn afmæli, heillra fjórtán ára afmæli! Við vorum nú ekki með merkilega veislu, bara svona smá vöfflukaffi. En það var samt gaman. Við slógum í hjól handa honum, við, pabbi hans og stjúpa, amma hans og afi og langamma og langafi. Hann var að vonum ánægður með gripinn sem er einhverskonar sérstyrkt útgáfa af torfæru... eitthvað. Pabbi hans Björgúlfs, Páll Einarsson sagði reyndar syni sínum að það væri bara sérstyrkt ef ske kynni að mamma hans stæli því eitthvað... og hann á náttúrlulega eftir að bíta úr nálinni með það. Alltsvo Páll Einarsson!

Sálfræðipróf í gærmorgun og mér gekk hræðilega! Fór bara heim og lagði mig í þunglyndi eftir skóla! Mundi þó að dagurinn var eiginlega gleðidagur, því að Einar afi Bjúlfs átti 69 ára afmæli og að auki áttu þau hjónin, hann og Ella fjörtíu ára brúðkaupsafmæli!!! Húrra fyrir þeim!

Í morgun var svo próf í líffæra og lífeðlisfræði, sem mér gekk nú öllu betur í heldur en í goddamn sálfræðinni..... og nú er ég að sjóða svið handa honum Snorra mínum sel. Hann Snorri minn selur er maðurinn hennar Guðmundu vinkonu minnar og við deilum sama matarsmekk, ég og hann. Guðmunda fær bara að éta rófur :)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

knús elsku frænka og vetrarkveðjur til þín !

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 11.11.2008 kl. 18:35

2 Smámynd: Aprílrós

knús til þín duglega skvisa ;)

Aprílrós, 11.11.2008 kl. 23:46

3 identicon

Til hamingju með soninn og prófin og sviðin.  Gangi þér vel með rest.

ísafjarðarvinkona (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 00:09

4 Smámynd: Laufey B Waage

Fallega hugsað af honum tengdasyndi mínum, að gera ráð fyrir að þú getir líka notað hjólið .

Laufey B Waage, 12.11.2008 kl. 09:06

5 Smámynd: Steingrímur Rúnar Guðmundsson

Palli þó

Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 12.11.2008 kl. 11:07

6 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Til hamingju með soninn, prófin og foreldra mína!

Og skamm Palli!

Þ

Þórdís Einarsdóttir, 12.11.2008 kl. 21:20

7 identicon

Blessuð frænka!

Hamingjuóskir til Úlfs, útrúlega stutt síðan ég heimsótti þig á FSA til að líta frumburðinn augum.

Dagný

Dagný (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband