Besta Bond mynd sem ég hef séð!!!

Ég hef eiginlega aldrei verið mikill Bond aðdáandi en þessi hér er tvímælalaust sú allra besta!!!!

Annars er ég skrítin. Ég er ekki Bond manneskja, mér fannst Mamma mia ekkert sérlega merkileg mynd og nenni ekki að sjá hana aftur, og haldið ykkur fast; ég er meira að segja lítill aðdáandi Laxness. Þetta fer maður auðvitað með eins og mannsmorð, enda kemst það næst landráði að fíla ekki Laxness. Sumir hafa meira að segja gengið svo langt að reyna, í hroka sínum, að telja mér trú um að ef maður fíli ekki Laxness, þá skiljimaður hann ekki! Það er ekki málið. Hann er bara ekki minn tebolli. Mér finnst stafsetningin og málfarið tilgerðarlegt, alveg eins og mér finnst asnalegt hjá ungum íslendingum að nota Zetu í skrifum sínum. Ég meina, við ólumst ekki upp við setu. Til hvers að nota hana? Og ég fæ alltaf oggulítinn kjánahroll að sjá fólk tildæmis troða X-i í stað -ks-, og -gs.- (loxins og loxuða og þar fram eftir götum.)

Ég er almennt lítið fyrir tilgerð. Sama á hvaða plani hún er.

Það er próf í verklegri hjúkrun um helgina svo að það verður bara rólegt. Næsta vika fer svo líklegast í að vera með undarlega og óútskýrða sjúkdóminn. Sem ég hef orðið megnustu óbeit á. Það er nefnilega fullt starf að vera sjúklingur. Ég held að kenningarnar um alla þá sem svindla á kerfinu til að kreista út nokkrar krónur í "skjóli" þess að vera öryrkjar eða hvað annað, séu skítfallnar í mínum huga. Það nennir enginn að standa í þessari djöfuls pappírsvinnu, vottorðaveseni, símtölum og öllu því sem þessu fylgir. Það er miklu minna mál að mæta bara í vinnu.  - Geti maður það á annað borð. Plús hversu miklu betur það er launað! (þá er ég reyndar ekki að tala um störf sem fela í sér ábyrgð á börnum eða gamalmennum. Bara störf sem fela í sér ábyrgð á peningum ;Tounge ) )

Góða helgi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Mér leiðist Laxness, ég þoli ekki að lesa bjagaðann textann hans.

Þ

Þórdís Einarsdóttir, 14.11.2008 kl. 23:20

2 Smámynd: Aprílrós

Guð hvað ég er fegin að sjá að ég er ekki ein um að þola ekki hans bókmenntir .

Góða helgi ljúfust og gangi þér vel í prófunum ;)

Aprílrós, 15.11.2008 kl. 04:33

3 identicon

Laxnes er góður skítt með stafsetninguna og málfarið en húmorinn kona,, húmorinn hreint óborganlegur, ég skal lesa einhvertímann fyrir þig smásögu sem ég græt alltaf af hlátri yfir eftir hann...

Halla Signý (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 19:45

4 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Sko, ég get skrifað undir góðan húmor á stundum. Og mér finnst Silfurtunglið fallegt leikrit, jafnvel Strompleikur líka. En heilt yfir ...... nei.

Ylfa Mist Helgadóttir, 16.11.2008 kl. 20:12

5 identicon

Svo innilega sammála þér með Laxness, hann fer alveg frekar mikið í taugarnar á mér með allar þessar málfarslegu villur hans..garg ég er nefnilega týpan sem leiðréttir þig ef þú skrifar eða talar vitlaust..ekki það að ég tali eða skrifi neitt fullkomlega, heldur er þetta leiðinda kækur hjá mér stafsetningafríkinu.

En samið getur hann og hann var í miklu uppáhaldi hjá Ömmu Valgerði enda ættaður úr Mosfellsdalnum eins og hún. En hann bara skrifaði ekki alveg rétt;)

Vala Dögg (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband