20.11.2008 | 15:03
Jólasnjór á Akureyri
veðrið hefur ekki verið neitt sérstakt síðan ég kom norður. En núna eftir hádegið hefur verið afskaplega fallegt og jólalegt úti hérna á Akureyri. Snjónum kyngir niður í logni. Ég sit í eldhúsinu hennar Yrsu og var að enda við að skila af mér verkefnum fyrir skólann minn. Það er ágætt að einbeita sér að einhverju svo hversdagslegu. Ég var hjá Pabba í nótt og fyrrinótt. Starfsfólkið á spítalanum er indælt og ég fékk rúm í nótt til að sofa í. Þar gat ég legið og lesið Dalalíf Guðrúnar frá Lundi og dottað af og til. Dalalíf er ansi hreint merkileg bók. Hún er eiginlega merkilegust finnst mér, fyrir öll þau ógrynni af slúðursamtölum sem hægt er að klístra á hverja eina og einustu blaðsíðu! Þvílík snilld! Ég ætla að skreppa á eftir í Hagkaup eða Toys´r´us til að sækja jólagjafir handa drengjunum mínum áður en ég fer aftur upp á sjúkrahús.
Góðar stundir.
Athugasemdir
Hæ honey, er með hugann fyrir norðan hjá þér og þínum á hverjum degi. Já það er gott að hafa hversdagslega hluti til að dreifa huganum, en það minnir líka á að lífið heldur alltaf áfram þrátt fyrir áföll sem á okkur dynja.
loveju
valrun (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 19:12
Kærleikskveðjur til þín elsku ylfa og til hennar yrsu systur minnar líka.
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 20.11.2008 kl. 20:58
Hlýjar kveðjur norður til þín skvís...
Harpa Hall (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 00:19
Ég held ég hafi verið 10 ára þegar ég las Dalalífið - og man frekar lítið eftir henni. Kannski maður endurnýi kynnin einhvern tíman á efri árum.
Dýrmætt fyrir ykkur feðgin að fá þessa daga saman. (Meira um það undir fjögur augu, ef þú vilt). Njóttu þess.
Laufey B Waage, 21.11.2008 kl. 09:20
Helga skjol, 21.11.2008 kl. 20:23
Ég hugsa til þín og sendi þér hlýja strauma. Dalalíf er stórkostleg bókaería. Ég er með kvikmyndaaðlögun í hugarsmíðum og dunda mér stundum við að setja í hlutverk í huganum, hvaða hlutverk má bjóða þér?
Nanna (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 20:49
Maríu hlutverk. Þú veist, þessi langa ;)
Ylfa Mist Helgadóttir, 22.11.2008 kl. 14:43
Sendi kveðjur héðan úr Skaftahlíðinni. Ekki gleyma að hugsa um sjálfa þig líka þessa dagana. Mundu flugfreyjufrasann: setjið súrefnigrímuna fyrst á ykkur... Það þarf víst eitthvað á batteríin til að geta gefið áfram. Gott að sjá að andlega fóðrið vantar ekki :-)
Berglind (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 15:19
Dalalíf eru góðar bækur, las þær minnir mig á viku allar bækurnar.
Hugsa til þín og knús til þín. ;)
Aprílrós, 22.11.2008 kl. 21:27
Elsku hjartalóa litla, bið hjartanlega að heilsa pabba, Yrsu og Tótu. Gangi þér vel elskan mín og allt það. Hugsa til þín. Er á Íslandi, kom í fyrradag og verð í 12 daga. Taskan mín fór á flandur en löreglan kom með hana í gær, hasslausa, mikil vonbrigði fyrir lögguna, ég var auðvitað að koma frá Amsterdam, kom að vísu með 75 ára gamlan blender. Á safnið.
Ég get svo sem rétt ímyndað þér hvað þið eruð að fara í gegnum Ylfa mín. Bumba gamla er hjá þér elskan. Með beztu kveðju.
Bumba, 23.11.2008 kl. 15:27
Hæ Ylfa. Hérna er jólasnjór og allt. Við keyptum jólaseríur í perutréð og undir þakrennuna að framan. Allt voða flott og ég er að gera grautarklatta og helli svo hunanginu sem ég fékk frá bíflugunum mínum á milli. Siggi er hérna og ég reikna með að þetta klárist á næstu mínútum. Kveðjur til Ylfu og co.
Gunni Palli kokkur.
Gunnar Páll Gunnarsson, 23.11.2008 kl. 16:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.