Svo bregðast krosstré sem önnur...

ég er lögst í flensu. Hiti, höfuðverkur og ógeð. hef ekkert farið á sjúkrahúsið í dag, af þessum sökum. Það er nú hámark eymingjaskaparins að veikjast þegar maður á að vera að vaka yfir öðrum veikum! En svona er það nú samt. Ég verð orðin hress á morgun, ætla ég! Það var fundur í gær með lækninum hans pabba og hann fór yfir stöðu mála á hreinskilinn og nákvæman hátt. Það var fínt að fá svona greinagóðar upplýsingar þó þær væru auðvitað kannski erfiðar að melta. Ég ákvað að fara ekki heim á mánudag-þriðjudag eins og ég hafði verið að hugsa um, heldur vera bara hér þar til yfir lýkur. Halli og drengirnir mínir koma svo bara hingað þegar þar að kemur og ég fer með þeim heim. Ég þarf nú eitthvað að hafa samband við skólann minn og athuga hvernig er með prófin mín og þessháttar.

Ég er farin að sakna fjölskyldunnar minnar ferlega mikið en get nú huggað mig við það að Snjólaug, æskuvinkona mín er komin frá Þýskalandi og verður í tvær vikur hjá mömmu sinni, henni Ingu minni! það verður æðislegt að hitta þær.

Knús á línuna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Gangi þér vel Ylfa mín ,)

Aprílrós, 23.11.2008 kl. 22:10

2 identicon

Láttu þér batna sem allra allra fyrst, farðu vel með þig.... skvís...

Harpa Hall (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 00:02

3 identicon

Mér sýnist þú hafa fallið á prófinu í verklegri sjálfshjúkrun . Eða kannski verklegri sjálfsheilsueflingu, ef maður á að vera alveg nákvæmur. Stundum segir bara líkaminn stopp, hingað og ekki lengra, gjössssovel að hvíla sig og safna kröftum. Og þá er að hlusta... og láta sér batna.

Berglind bessevisser (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 13:01

4 identicon

Láttu þér batna,

hugsa hlýtt til þín og fjölskyldu Þinnar

Agnes (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 16:28

5 identicon

Gangi þér vel, vinkona. Sendi þér krafta og góða strauma.

Kveðja Eyja

Eyja (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband