14.12.2008 | 21:28
þær laðast að mér eins og mý að mykjuskán.....
Á þessu heimili eru komnar fjórar sortir í dósir og þrjátíu laufabrauðskökur sem ekki hafa þegar verið bruddar, hafa verið læstar niður fram að því heilaga. Það er nauðsynlegt eftir allt ofgnóttarfylleríið að taka upp gamla siði og láta sig, -og börnin hlakka til að smakka á kræsingunum því að sannast sagna, þá er manni ekkert heilagt lengur. Fá það aftur í gagnið, takk.
Og talandi um að ekkert sé lengur heilagt, þá lá ég með lækninum (sem er hún) uppí rúmi í vel á annan klukkutíma á föstudagskvöldið. Já, við erum að tala um hjónarúmið mitt. Það var hin besta skemmtun og hún er hér með boðin velkomin, að deila rekkju minni hvenær sem er! Enda er hún bæði sæt og skemmtileg og úr Arnarfirðinum að auki. Þaðan er nú ekkert slordónalið. Og svo ég haldi áfram með rýrnun á heilagleika þá rauk hinn læknirinn (sem er líka hún og er í barnseignafríi) á mig í sturtuklefanum í dag í lauginni, -kviknakin, sem ég og líka var, og faðmaði mig heitt og innilega. Vissulega hafði hún sínar ástæður fyrir því og verða þær ekki tíundaðar hér........
Sjálfri er mér náttúrulega ekkert heilagt, að segja frá þvílíku og slíku en það er nú bara eins og vant er. mér er bara fyrirmunað að skilja þessi gífurlegu áhrif sem ég virðist hafa á lækna. Kvenkyns lækna.
Ég á að vera að læra undir próf sem ég fer í á morgun. Og hjá mér á að vera ungur karlmaður sem ætlaði að lesa yfir með mér en hann er ekki kominn svo að ég bryð smákökurnar og svolgra í mig kaffið sem ég var búin að bera hér á borðið...fyrir hann! Brjóstsviðinn er orðinn svo yfirþyrmandi af þessum sökum að ég fer bráðum að spúa eldi!!
Uss... nú verð ég að taka mér tak og hverfa inn í heim Sternum, pia mater, humerus, mid sagittale og hvað það nú heitir þarna helvítis beinið í eyranu.... eða hvar það nú var.....
Athugasemdir
Eru það ekki hamar, steðji og eistað?
Þ
Þórdís Einarsdóttir, 15.12.2008 kl. 10:02
Hvað heitir beinið í nefinu á okkur...........?
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 15.12.2008 kl. 15:43
Halló mín kæra, það er aldeilins sem þessir læknir laðast að þér :O) enda ertu gull af manni/konu...þannig að svona aðstæður upp í rúmi, nakin í sturtu eða bara á götu er e-h sem þú ert vön held ég...fólk þarf bara að fá að knúsa þig...þú ert svo mikil monsa ofan á allt annað :O)
Harpa Hall (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 17:31
Ef ég hefði nennt að baka fjórar smákökusortir væri ég búin að éta þær það eitt er víst. Ég þarf greinilega að leita læknis...
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir , 16.12.2008 kl. 15:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.