Og hvað annað en gleðileg jól?

Sjálfsagt inntak flestra bloggfærsla í dag. Aðfangadagur er liðinn og jólanóttin næðir á gluggum Skýlisins hér í Bolungarvík. Það er bara drulluveður, ekki vitund jólalegt. Snjórinn fallegi orðinn að slabbdrullu og hitinn langt ofan við frostmark! Iss, þrátt fyrir það áttum við dásamlegan aðfangadag eins og vonandi flestir. Borðuðum læri klukkan fimm og vorum komin í messuáheyrn í útvarpinu klukkan sex. Helltum okkur svo í pakkana! Ástæðan fyrir breyttri tímasetningu var aðallega sú að ég átti að mæta á næturvakt, hvar ég er núna stödd.

Allir heima hjá mér fengu fínar gjafir þó að við sjálf gæfum engar þessi jólin, -nema börnunum okkar, -sökum kreppu, sem læst hefur klónum í veskið. Börnin voru sátt og glöð, nema Baldur sem er orðinn útkeyrður af jóla-streitu. Hann sefur of  lítið af spenningi og borðar meira nammi en honum er hollt!

Á morgun er svo bara hangikjöts og náttfatadagur og svo aftur næturvakt annað kvöld.

Guð veri með ykkur og gleðilega jólahátíð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gleðileg jól!

Þorsteinn Briem, 25.12.2008 kl. 03:33

2 identicon

Gledileg jol til tin og fjølskyldunnar Ylfa.  Kvedjur frå Norge. maggi

Magnus T. Gislason (IP-tala skráð) 25.12.2008 kl. 12:22

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Gleðileg Jól elsku frænka mín !

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 25.12.2008 kl. 13:11

4 identicon

Gleðileg jól kæra fjölskylda....

Harpa (IP-tala skráð) 25.12.2008 kl. 23:05

5 Smámynd: Laufey B Waage

Gleðileg jól.

Laufey B Waage, 26.12.2008 kl. 00:26

6 Smámynd: Aprílrós

Eigið gleðileg jól áfram elskurnar.

Aprílrós, 26.12.2008 kl. 05:17

7 identicon

Gleðilegt ár

Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband