Ársuppgjör án reikninga.

Gleđilegt ár!!

Loksins hef ég mig í ađ líta yfir áriđ 2oo8. Eins og sagđi í bráđfyndnu áramótaskaupinu, -ţetta var ömurlegt ár, -ţá er ég ađ hluta til sammála ţví. En ţađ sést týra í fallega ljósbletti inná milli. Fjárhagur heimilisins er tjah... bara í takt viđ fjárhag heimilanna um ţessar mundir. Viđbjóđur. Ţađ er bara eitt orđ yfir ţađ, en ţađ er nú ekki ţađ versta sem hent getur. Ég lenti í hálfgerđu heilsutjóni og hef haft af ţví stćrri áhyggjur en tittlingaskít eins og blankheitum.  Nú hef ég tekiđ ţá ákvörđun ađ hunsa veikindi mín. Láta sem ţau séu ekki til og sjá hvađ gerist.

En ţađ var margt sem viđ bar á árinu og hér ćtla ég ađ gera á ţví stutta úttekt:

Ferming

Aldurssjokk ársins: Elsti drengurinn fermdist. Mér fannst ég skyndilega öldruđ og virđuleg.

Vonbrigđi ársins hin fyrri: bćjarstjórnarklúđriđ í Bolungarvík í vor. Of neyđarlegt til ađ gera ţví greinilegri skil hér.

Vonbrigđi ársins hin síđari: velkist einhver í vafa? Ríkisstjórnin? Útrásarmenn? Bankahruniđ?  Nenni ekki ađ fara yfir ţá sögu heldur. Hún er einnig ákaflega pínleg og allir ţekkja hana. En svariđ er á góđri íslensku;  Yes.

Kaldalón viđ Djúp

Ferđalag ársins: Tjaldútilega í Kaldalóni međ fjölskyldunni í hitabylgjunni í júlí. Sandur, skeljar, fjallalćkir, hornsílaveiđar, pylsur og bakađar baunir á prímus, uppvask í fjallalćk, hljóđ himbrimans á lóninu um nótt, kvöldsól, rauđur himinn, busl í heitum náttúrulaugum og rústir liđinna tíma, „ţar sem norđursins fegurđ ríkir ein ofar hverri kröfu.“

Partýiđ ógurlegaGestir ársins:  Tenórarnir tveir, Eyfi og Jón Ţorsteinsson ásamt Dr. Tótu. Hitabylgja sumarsins verđur ađ teljast međ gestum ársins. Klárlega. Jú, og Tengdamamma sem átti bestu meltingarfćrabrandara ársins.

Breikţrú ársins: fölbleika greiphlaupiđ mitt sem seldist upp á markađsdaginn.

Partý ársins: Haldiđ hér heima.  Mojito bladađ í stórar könnur. Flestir gestir ađkomufólk sem söng mikiđ. Nokkrir heimamenn slćddust međ, sér til undrunar og stemningsauka.  Endađi međ sjúkrahúsvist og var gefiđ  magalyf í ćđ.

Og í framhaldi af ţví: Ákvörđun ársins:  ađ neyta ekki áfengis framar. Baldur í útilegu

Blađaviđtal ársins: pottţétt viđtal Hálfdáns Hálfdánssonar fyrrverandi fréttamanns á BB, viđ sultudrottninguna og húsmóđurina Ylfu Mist. Ţar líkti hann hlátri mínum viđ skoppandi lćk á kyrru sumarkvöldi sem gjálfrar silfurtćr í móum... og hvađeina. Minntist ég á ţađ ađ hann er fyrrverandi blađamađur??

Undrun ársins:  einkunnir haustannarinnar.  Sá ađ ég gat lćrt. Átti ekki von á ţví. Hef reyndar áttađ mig á ţví núna síđustu daga ađ stćrđfrćđin er mér jafn erfiđ og fyrr.

Kyntröll ársins: Haraldur! Ţarf ađ spyrja?

Fegurđ ársins: Drengirnir mínir. Ţarf ađ spyrja?

 

Og í lokin, svona af ţví ađ öllu gríni fylgir nokkur alvara; ţađ sem hafđi mestu varanlegu breytinguna á líf mitt eins og ég ţekkti ţađ var náttúrulega ţegar hann elsku pabbi minn, Helgi Ţorsteinsson Von Sauđlauksdalur, eins og ég kallađi hann alltaf, lést ţann 25. Nóvember. Ég er ekki ennţá alveg búnađ átta mig á ţeirri breytingu ađ pabbi sé horfinn mér fyrir fullt og allt. Mér finnst ég alltaf ćtla ađ hringja í hann, segja honum eitthvađ nćst ţegar ég heyri í honum, sögu, brandara eđa uppskrift, en ţá man ég ađ hann er dáinn. Ţađ er skrítiđ. En gangur lífsins engu ađ síđur.

Helgi Ţorsteinsson

 

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Signý Kristjánsdóttir

Gleđilegt ár 2009 og takk fyrir áriđ 2008, frá fjelagskonu

Halla Signý Kristjánsdóttir, 20.1.2009 kl. 19:38

2 identicon

Elsku Ylfa ... gleđilegt áriđ skvís megi ţetta nýja ár fćra ţér gleđi, hlýju ( jú er ekki Haraldur međ lođna bringu ) og góđa heilsu ásamt fullt fullt af hlátri, hamingju.

Bestu kveđjur vestur

Harpa Hall (IP-tala skráđ) 21.1.2009 kl. 23:09

3 identicon

Glađilegt ár Ylfa. Kom eitthvađ út úr ţessum veikindum hjá ţér?

Kveđja Eyja

Eyja (IP-tala skráđ) 22.1.2009 kl. 18:24

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband