á meðan þjóðfélagið er skekið í pólitíkinni...

.....er ég í einangruðu og vernduðu umhverfi ríkisins.

Á deild 14 G á landspítalanum sit ég og bíð eftir að komast í aðgerð. Í nærbuxum sem hafa sennilega verið hannaðar í starfsmannapartýi saumastofunnar, klukkan fjögur um morguninn! Ég þekki í það minnsta engan sem hefur tuttugu cm breitt klof, og getur notað teygjulausar nærbuxur.

Ég er flækt í víra og snúrur, fæ hvorki vott né þurrt og er orðin svo þyrst að ég er farin að froðufella!!

kannski á að fresta aðgerðinni minni, var mér sagt rétt í þessari andránni, ég má samt ekki fá neitt að drekka.... EF ég kannski kæmist inn seinnipartinn....... 

Konan sem var við hliðina á mér í nótt var send heim "í leyfi" sem þýðir að hún mátti drífa sig heim, helst sem hraðast, án þess að hafa fengið bót meina sinna. Hún var verulega spæld.

Á ganginum eru rúm við alla veggi og þar liggur fólk í misslæmu ástandi, flestir í súrefni. Það er ekki pláss fyrir það á stofu.

Á bráðadeildinni niðri liggja sex saman á stofu. Allir þurfa að segja kennitöluna sína hvað eftir annað, starfsfólkið gefur upp nöfn viðkomandi, sjúkrasagan er sögð, mælingar eru gerðar og allt fer þetta fram í vitna viðurvist. Það er ekkert prívat.

Svona er besta heilbrigðiskerfi í heimi.....

En nettnengingin virkar!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey B Waage

Vonandi færðu loksins bót meina þinna.

Laufey B Waage, 27.1.2009 kl. 12:27

2 Smámynd: Halla Signý Kristjánsdóttir

vonandi kemstu heim sem fyrst ný og betri manneskja,,, en þetta er verkefni fyrir bolvíska saumafjelagið að hann nýjar nærbuxur fyrir Lansann þetta gengur ekki og svo erum við að senda heilu gámana út til Bretalands með lopann okkar, nær væri nú að gera hlýjar klæði næst fólkinu okkar....

Halla Signý Kristjánsdóttir, 27.1.2009 kl. 14:15

3 identicon

gangi þér vel, ég vona að þú fáir heilsubót

Nanna (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 14:17

4 identicon

Elsku vinkona. Vona að þeir geti tjaslað þér saman.

Sólin skein á Ísafirði í dag. Ekki veit ég afhverju.

Gangi þér vel.

vinkona á ísó (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 15:34

5 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

gangi þér vel elsku frænka mín !

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 27.1.2009 kl. 16:13

6 identicon

Gangi þér vel mín kæra þó ég viti nú ekki hvað þú ert að gera en það er eitthvað tengt hjartanu geri ég ráð fyrir, allavega þratseigju og batnaðarkveðjur frá mér:)

lufsan (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 18:54

7 Smámynd: Aprílrós

Gangi þer vel vinan og góðan bata ;)

Aprílrós, 27.1.2009 kl. 19:20

8 identicon

Mótmæltu, flaggaðu brókinni á næstu stöng og sönglaðu : Nýjar nærbuxur, nýjar nærbuxur,  það er ótrúlegt hvað mótmælendur hafa áorkað síðustu daga. Gangi þér vel og vonandi verðuru búin að fá bót meina þinna áður en þú kemur heim í sólina :) kv, Auður

Auður (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 22:35

9 identicon

Kannski hefur hugmyndin verið sú að tvö klof í einu gætu notað sömu naríurnar, það er jú verið að spara ;) Bestu óskir um skjótan og góðan bata. Kv. úr Víkinni.

Didda (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 14:44

10 identicon

Hvað ertu að kvarta....þetta er nútíma sjúkrahús með háhraðanettengingu og góðu gsm sambandi....hvað viltu eiginlega meira

Hvað á svosem að vera prívat..eru ekki allir með allar fréttir af sér og sínum á annaðhvort  bloggsíðum eða andlitsbókum

Taktu svo bara í hnakkadrambið...eða klofið á þessum læknum og skipaðu þeim að laga þig...á stundinni.....

Loveju

Valrun (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 17:24

11 identicon

Þegar ég lagðist inn á spítala á sínum tíma til þess að fara í aðgerð harðneitaði ég að fara spítalanærbuxur og fékk að vera í mínum eigin allan tímann sem ég lá inni. Hef aldrei haft skilning á því að þurfa að vera í nærbuxum sem guð má vita hversu margir hafa verið í áður. Suðuþvottur er ekki gjaldgengur sem rök. Keypti mér að vísu nærbuxur til að nota á spítalanum en þær voru samt mínar eigin og pössuðu!

Bolvíkingur (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 19:53

12 identicon

Batnaðar og baráttukveðjur til þín og auðvitað allra hinna á Lansanum líka. Vonandi færðu meina þinna bót.

Dóra Hlín (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 14:57

13 identicon

Tek undir með Auði og Valrúnu! Vertu svo buxnalaus, og notaðu þessa skelfingu bara í fána, það hlýtur að virka Endilega reyndu samt að skreyta hann með einhverju myndefni, þú hefur þá líka eitthvað að dunda við á meðan þú bíður. Og taktu svo í lurginn á þessu liði, og settu upp aðgerðarlista fyrir það. Mundu bara að setja sjálfa þig nr.1 á forgangslistann. Gangi þér vel góða.

Alla (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband