Næturvaktarrugl!

Úff, hvað ég verð einstaklega steikt í hausnum á svona næturvaktarhelgum.

Þegar ég skreiðist heim um hálf níu leytið á morgnana eru drengirnir að vakna, hressir og sprækir til að horfa á barnatímann, nú, eða bara til að gera móður sinni gramt í geði! Þannig fer því æði oft þessar helgar þegar ég tek þrjár vaktir í röð, að ég er að sofa í hálftíma, vakna, hálftíma, vakna, hálftíma, vakna.... og öll mín orka fer í að reyna að sofa. Og í þessum blundum, maður kallar þetta varla svefn, dreymir mig svo mikla steypu að ég er hálfu þreyttari fyrir vikið heldur en ef ég bara lægi og læsi góða bók! Í gærmorgun til dæmis, kom ég heim að ganga níu. Ég hef líklega sofnað um hálftíu leytið og vaknaði með andfælum klukkan hálf ellefu með grátstafina í kverkunum, brölti um allt rúmið að leita að símanum mínum og hringdi í gemsann hans Halla. Á meðan það hringdi út, kom ég smám saman til sjálfrar mín. Mig hafði dreymt að hann væri að fara frá mér! Og hann ók í burt með tveimur konum sem ég þekki vel og hef þekkt alla ævi, vildi alls ekki segja mér af hverju eða hvert hann ætlaði, hann bara var að fara! Og ég var að reyna að hafa uppá honum þegar ég vaknaði og var ekki alveg með á nótunum!! :)

Ég varð að fara fram og fá mér að drekka og jafna mig aðeins eftir þetta dramatíska móment, svo gat ég sofnað aftur, vitandi það að Halli hefði bara farið í ræktina og sund með Baldur. Um hádegið hófst svo truflunin, Birnir og vinkona hans komu heim og því næst Halli og Baldur. Ég barðist við að sofa fram eftir degi en vaknaði aftur upp af martröð og þá var það sama martröðin!! Nema nú ætlaði Halli að fara og búna með samkynheigðum vini sínum í Kaupmannahöfn!! Það var hræðilegt! Ég vaknaði í svo miklu sjokki að hárið á mér var blautt af svita!

Ég spyr nú bara ef einhver læknismenntaður skyldi ramba inn á þessa frásögn mína; er ekki hægt að taka eitthvað við þessu?????Shocking

En nú er síðasta næturvaktin að renna sitt skeið, klukkan er orðin fimm og rólegt. Svo tekur skólavikan við, reyndar með skrópi í dag. Svo fer ég á tvær vaktir í vikunni en verð í fríi um næstu helgi. Þá ætla ég að sofa gengdarlítið......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Úff, ekki glæsilegir draumar.

Eigðu ljúfan dag mína kæra:)

knús til þín.

Krúttins (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 07:11

2 Smámynd: Steingrímur Rúnar Guðmundsson

Halli hommi tíhí.

Það eru engin takmörk sett í þessum draumum.

Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 16.2.2009 kl. 13:27

3 identicon

Eftir áralanga reynslu af næturvöktum tel ég besta ráðið að sofa með eyrnatappa. Og ekkert bull það geta allir notað eyrnatappa, bara purning hvaða tegund hentar best

Bjarnveig Ingvadóttir (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 18:27

4 identicon

Ja mæli med eyrnatoppum, virka sem besta svefnmedal eda betur !!!

valrun (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 19:10

5 identicon

Oooo, komdu bara í sveitina, eftir næturvaktir. EIN!!!

alla (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 00:52

6 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

æææ, þú verður að hætta þessum næturvöktum, maður verður ruglaður á þeim, ég veit !!!

knus

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 17.2.2009 kl. 17:25

7 identicon

Ég segi enn og aftur, eyrnatappa og SLAGBRAND!!!!!! Ef ekki er hægt að loka á truflun frá blessuðum börnunum sem ekki vita betur, og eru bara svo ósköp vön að leita til mömmu, jafnvel þó pabbi sé á staðnum, þá er bara ekki hægt að vinna á næturvöktum! Ég verð alveg nógu rugluð í kroppnum af næturvöktum þó ég fái 8 tíma nær óslitinn svefn á milli. Gleymdist að segja þér að þeir sem vinna næturvinnu lifa 5 árum skemur en aðrir? Þetta er ekkert grín!

Berglind (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 20:28

8 identicon

þetta er einn af öfugum draumum því verri því betri :)

lína (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 20:50

9 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Eyrnatappa og melatónín. Svínvirkar.

Þ

Þórdís Einarsdóttir, 18.2.2009 kl. 15:25

10 identicon

Eyrnatappa og svefngrímu (svona yfir augun). Grímurnar eru eiginlega nauðsynlegar á sumrin en maður sefur líka miklu betur með þær á veturna.

Góða nótt!

Sigga (já, uh.. vinkona Dóru Hlínar og Bjarka og Palla og Berglindar.. konan hans Smára Karls!  )

Sigga (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 11:09

11 identicon

a) hætta að vinna á næturvöktum

b) eyrnartappi

c) senda púkana og Halla í útlegð fram að kaffitíma

lufsan (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 19:50

12 identicon

ertu að taka lyf til að hætta að reykja? Eitt af aukaverkunum eru undarlegir draumar....

Sæunn (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband