Stórir dagar í vændum og miklar breytingar. Góðar.

Oft þarf að fara hlykkjótta og bratta leið til að yfirstíga erfiðleika. En aðeins að vel ígrunduðu máli. Hlutirnir er jafn erfiðir og við ákveðum. Með örlitlum frávikum þó. Í dag fékk ég skell sem ég ætla að nýta mér til að þroska sjálfa mig. Í gær fékk ég líka skell sem ég ætla að nota til að þroska reynsluheim minn á jákvæðan hátt.

Já, nú er sporavinnan notuð í hvívetna. Enda ekkert, a.m.k. fátt sem ég hef gert jafn gagnlegt.

Ég einset mér núna, alla daga, að vakna á morgnana og hugsa: í dag ætla ég bara að hugsa jákvætt. Ég þarf reyndar að minna mig á svona hundrað sinnum á dag, -sem er líklega algeng aukaverkun, -en þetta virkar svo dásamlega vel!!

Og í dag, hugsa ég bara jákvæðar og uppbyggilegar hugsanir. Það er sunnudagur, stórir dagar í vændum. Stórir og spennandi og ég er full af hamingju.

eftir Söru Vilbergsdóttur (myndin er eftir Sörufrænku)

Luvjúall.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú líst mér á þig!! Almennilegt hugarfar þetta. Og fögur er myndin hennar Söru. Augljóslega af þér, en skondið hvað ég sé munnsvipinn hennar Bryndísar frænku þinnar á þér þarna! Mætti halda að þið væruð skyldar

Knús úr Skaftahlíðinni,

Berglind (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 19:58

2 identicon

Gangi þér vel í því sem þú ert að ganga í gegnum Ylfa.

Mér finnst þessi mynd meiriháttar, minnir mig á ljósmynd sem ég tók um helgina af Sögu dóttur minni, nema það er vinstra augað sem sést.

Myndin er mögnuð og þú skín í gegn :)

Ágúst G. Atlason (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 20:47

3 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Æ er þessi jákvæni ekki ofmetið fyrirbæri

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 22.2.2009 kl. 22:53

4 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Jákvæni er stórkostlegur hlutur. Það hlýtur að þýða að maður kvænist aðeins já-konum :)

Ylfa Mist Helgadóttir, 23.2.2009 kl. 01:26

5 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

frábært ylfa mín, erfiðleikar eru núna allsstaðr og sjaldan höfum við komið hvert öðru ein mikið við.

ást

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 23.2.2009 kl. 08:52

6 Smámynd: Laufey B Waage

Lífshamingjan felst í því hvernig maður tekst á við erfiðleika. Skellir eru verðugt námsefni í lífsins skóla. Gangi þér vel.

Laufey B Waage, 24.2.2009 kl. 14:13

7 Smámynd: Aprílrós

Líst vel á, að hugsa jákvætt gerir það að verkum að þá gengur manni svo miklu miklu betur og líður svo mikið mikið betur líka. En uðvitað koma dagar sem illa gengur en þá er bara að hugsa til Pollíönu ;)

Gangi þér vel mín kæra.

Ég er líka í sporunum.

Aprílrós, 24.2.2009 kl. 16:12

8 identicon

Farðu bara að koma aftur í sundið Þú hressist öll við þann góða félagsskap.

Gunna Gumma Hafsa (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband