26.2.2009 | 13:21
Valrún og upphandleggurinn!
Það er svo ótrúlegt að það eru að verða tvö heil ár síðan Valrún mín flutti sig yfir til Aarhus. Mér finnst eins og hún sé búnað vera í burtu forever! Ég veit ekki alveg hvernig ég hef farið að án hennar hérna hjá mér. Enda hef ég varla meira en skrimt, svei mér þá! Það er nú samt svo ótrúlegt að um leið og í harðbakkann slær, hringi ég grenjandi í hana, þessa elsku og þá er næstum eins og hún sé hérna. það eina sem mig sárlega vantar á slíkum stundum er að fitla og strjúka við mjúku, dásamlegu húðina á neðanverðum upphandleggjunum hennar. Oh... þvílík sæla!! Mér leið eins og ungabarni, öruggu og sælu með snuðið sitt í mömmufanginu, þegar ég lá klesst upp við hana í sófanum með fingurna á kafi uppí erminni á henni, föndrandi við þessa undursamlegu mýkt!
Ég gæfi hálfan fótinn fyrir þetta akkúrat núna.
Sjáið bara þessa takmarkalausu fegurð!!
Athugasemdir
Já mín kæra, takmarkalaus er mín fegurð og handleggir mínir hafa nánast ekkert upphaf né enda....að minnsta kosti er ferlega erfitt að finna út hvar bingóið byrjar eða endar
Ingibjörg var reyndar að strjúka bingóið í fyrradag..ekki laust að við ég fengi heimþrá.. það var allaveganna notó....
Loveju
Valrun (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 17:31
s
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 27.2.2009 kl. 14:44
Ósköp er að heyra Góan. Ég veit að handleggir mínir jafnast ekkert á við handleggi Valrúnar, en sé þér einhver þægð í því, máttu hanga í þeim að vild.
alla (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 00:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.