2.3.2009 | 22:43
Afmæli og fleira
Það er í mér einhver lægð. Kannski ekkert skrítið miðað við lægðina sem hangir hér yfir okkur. Í dag hefur snjóað svo gríðarlega að allt er að fara í kaf. Það hefur verið logn en alveg hreint ótrúleg ofankoma. Þakið á húsinu á móti er að minnsta kosti með metersþykkt lag á sér og handriðið hjá mér er með 60 cm jafnfalla mjöll! Við mamma mældum það með málbandi.
Baldur Hrafn, litla barnið mitt, á afmæli á morgun. Hann verður fimm ára! Það er ótrúlegt að yngsta krílið sé orðið þetta stórt! Þeir bræður vaka ennþá, sannfærðir um að það verði "óveður" á morgun eins og sagði í fréttunum! Og við búum okkur undir það hér. Hann á að fá pakka í rúmið í fyrramálið og nýja lopapeysu sem amma hans prjónaði undir hans vökula auga og harðstjórn.....
Björgúlfur er fastur í Reykjavík, Halli var fastur á Ísafirði í kvöld, var hleypt í gegn áðan ásamt helling af bílum en svo átti að loka Hlíðinni aftur.
Dr. Dóra Splóra kom og borðaði hjá mér afganga af svínabóg, sjálf hafði ég ekki lyst til að borða henni til samlætis. Það er nú frekar hallæislegt ef ég hef ekki matarlyst. Gerist ekki oft.
Og áfram snjóar.......
Athugasemdir
gat nú verið að þeir opnuðu...fékk þær fréttir í kvöld að það yrði ekkert opna...strákarnir innfrá...arg,arg...eða hvað...kannski bara gott að þeir séu ekki hér í þessari snjóakistu.
Katrín, 2.3.2009 kl. 23:38
Til hamingju með daginn Baldur frændi okkar! Dagurinn í dag er til að hafa það huggulegt heima með allri fjölskyldunni. Kveðja frá öllum í Stapasíðu 22 Ak.
Yrsa Hörn Helgadóttir (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 08:31
Hamingjuóskir til frænda míns afmælisbarnsins. Og Ylfa mín, lægðin verður að láta undan hæðinni á endanum, það er eins víst og dagsbirtan rekur næturmyrkrið á brott. Hafið það gott í snjónum.
Gunnur B Ringsted, 3.3.2009 kl. 08:50
Til hamingju með drenginn.
Njótið dagsins inni í snjóhúsinu.
Það væsir ekki um unglinginn í höfuðborginni.
Laufey B Waage, 3.3.2009 kl. 09:23
Til hamingju með afmælisdrenginn þinn sæta.
Kv.
Þ
Þórdís Einarsdóttir, 3.3.2009 kl. 11:27
hæ hæ allir strákar og ein drottning;) til hamingju með daginn Baldur frændi minn...hlýtur að vera orðin voða voða stór...hef ekki séð lengi:
kveðja úr fjöllunum sem eru til friðs.
Anna frænka í sveitinni (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 11:39
góðar kveðjur og til hamingju með drenginn
knus frá mér
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 3.3.2009 kl. 12:31
Sæl mín kæra, gleymdi að óska til hamingju með afmælið áðan í símtalinu okkar. Er nærri dauða en lífi eftir að paufast heim, enda hvað á maður að gera í vinnuna í þessari færð
Góðar kveðju á Vitastíginn, Stína
Stína (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 16:39
Til hamingju með afmælið Baldur minn (Birnir sagði í gær sko ekki ætla í afmælið, þegar ég sagði honum að B ætti afmæli, það situr enn í honum heimsóknin í sumar:)) En Rakel ákvað að brjóta odd af oflæti sínu og sendir honum afmælikveðjur.
Kveðja
Gunnhildur
Gunnhildur (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 17:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.