Íþróttaálfaamæli...

Oh, hvað það verður gott að fara heim í bólið sitt mjúka og góða eftir rólega næturvakt!

Afmælið hans Baldurs Hrafns og vinkonu hans var haldið í gær. Það er bara dagurinn á milli þeirra, við mamma hennar Írisar Emblu lágum saman á FSÍ fyrir fimm árum! Það mættu velflest börnin af leikskólanum þeirra og fengu að hlaupa og leika sér óhindrað í tvo klukkutíma með allskonar íþróttadót, klifrudrasl og dýnur, trampólín og kaðla. Rosalegt fjör!

Við Harpa vorum búnar að útbúa fullt af veitingum en börnin máttu ekkert vera að því að sporðrenna þeim. Það kom því aðallega í hlut sundlaugargesta að gæða sér á heilsusamlegum smásamlokum, ostapinnum, kanelsnúðum og rice crispieskökum. Baldur Hrafn græddi meira að segja á því að bjóða uppá með kaffinu, þúsundkall í afmælisgjöf frá einum af vikulegum saunabaðsgestum laugarinnar, fór beint í búðina og keypti sér legó og nammi fyrir!

Ég held að börnin hafi verið ánægð með daginn. Ég mæli með þessu til að sleppa við tiltekt fyrir og eftir afmæli og kúldrast með heilan bekk, eða leikskóladeild í húsi sínu!

Set inn myndir seinna í dag eða kvöld, þegar ég fer á fætur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Til hamingju með Baldur Hrafn ;)

Aprílrós, 9.3.2009 kl. 00:31

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

s

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 9.3.2009 kl. 05:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband