Lífið er sérstakt.

Birnir var að koma heim úr klippingu. Hann er orðinn "hnakki." Vantar bara smá tan og mass. Þá er það komið. Björgúlfur fór í klippingu í gær. Hann breyttist ekkert. Baldur fær sennilega bara rakstur heima :) Efast um að það breyti honum nokkuð, nema hvað hann heimtar líklega vegleg verðlaun.

Í vikunni þegar ég lá lasin og drusluleg með hita, hausverk og beinverki þá þráði ég svolítið svo ægilega mikið. Ég bað heitt og innilega til Guðs um að hann myndi hjálpa mér að láta dálítin draum rætast. Og viti menn, rétt á eftir gerðist svolítið sem lét drauminn rætast. Svolítið dásamlegt er að fara að gerast! Hlutur sem ég hef beðið eftir í laaaangan tíma!!! Ennþá er það leyndarmál en verður opinberað MJÖG fljótlega! Og viti menn, þetta dásamlega, það hleður uppá sig og verður enn dásamlegra með hverri klukkustundinni! :)

Ef ég hefði vitað það fyrr að mér myndi nægja að biðja Guð um að hjálpa mér með það sem ég óska mér, hefði ég byrjað á því mun fyrr!

Næturvaktir framundan á helginni. Fuuuuullt af heimanámi. Ef það verður rólegt þá get ég unnið mig á þurrt á vöktunum.  Þarf reyndar að taka viðtal. Ég er nefnilega í fagi sem heitir "samskipti," og þar er kennsla í að tala fyrir framan fólk, taka viðtöl og semja texta......... Rosalega gaman. Ég reyndi að klóra mig frá þessu með því að segja kennaranum að ég hefði unnið á útvarpi þar sem vinnan hafi verið fólgin í því að taka viðtöl. Það þýddi ekkert. Hann sagði bara að þá myndi ég líklega rúlla þessu upp! Devil Ég slepp ekki. Það er ljóst.

Kjallarinn skotgengur. Búið að fara eina og hálfa umferð á loftin af málningu. Sýnist þær þurfa að vera minnst fjórar! Svo er bara að mála veggina, setja á gólfin og festa upp lista á hurðir, glugga, gólf og í loftin..... þið vitið, þetta endalausa "smotterí" sem ætlar aldrei að verða búið!

Annars fékk ég svo skemmtilega heimsókn áðan. Það var hún Nanna hans Jóns Geirs Pallavinar..... Hún er í Hugleik en við vissum fyrst um tilvist hvor annarrar þegar við áttum sama kærastann. Það var sérstakt........

Lífið er svona....... sérstakt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey B Waage

Er MJÖG fljótlega ekki komið núna?

- En núna?

Á þá ekki núna að opinbera leyndarmálið um drauminn sem er að rætast?

Laufey B Waage, 14.3.2009 kl. 17:00

2 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Er ekki komið að þessu?

En núna?

En núna?

En núna?

En núna?

Þ (sem er sko alls ekki forvitin)

Þórdís Einarsdóttir, 14.3.2009 kl. 17:01

3 Smámynd: Aprílrós

En núna ?

;) En hvað sem það er , Til hamingju með óskina sem rættist ;)

Aprílrós, 15.3.2009 kl. 01:37

4 Smámynd: Gunnur B Ringsted

Hvort það er........!!! (lífið....sérstakt).

Gunnur B Ringsted, 15.3.2009 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband