17.3.2009 | 22:41
Ólétt! AS IF!!!
Ég trúi því varla að til sé fólk sem hélt að ég hefði legið og beðið Guð um að gefa mér fleiri börn!!! Hahahahahahahahaha!!!
Ég hef þegar hitt nokkra sem hafa sagt mér að þeir hafi verið vissir um að leyndóið væri þungun.
GLÆTAN!!!
Mig langar ekki í fleiri börn. Og ég er sko búin að láta sjá fyrir því að þau komi ekki óvænt! Ekki það að mér finnst dásamlegt að eiga þrjú börn. En ég þarf að sjá fyrir þeim og gefa þeim tíma og þau eru bara "quite a handful" eins og maður segir. Ekkert vit í því fyrir mig að hlaða niður ómegð og ráða svo ekkert við uppeldið á þessu! Nóg er nú fyrir.......
En að öllu merkilegri tíðindum. amma mín, Guðný Magnúsdóttir er áttatíu ára í dag. Þessi elska er á Tenerife að baka sig í sumarhitanum og drekka rauðvín með Afa, Óla og Lillý. Hún amma mín er fallegasta kona sem ég þekki. Ég ætla að verða alveg eins og hún. Bara með betri tæknikunnáttu! :)
Til hamingju með afmælið elsku amma mín!
Athugasemdir
Er Guðný ? þessi unglega kona sem er svo snör í snúningum á götum Ísafjarðar orðin 80 ára gömul ? Í alvöru ? Rosalega eldast þær vel þessar flottu konur á Ísafirði.
Hlakka til að verða gömul þar , hlýtur að vera eitthvað í loftinu eða vatninu ?
ég hélt aldrei að þú værir ólétt
Til hamingju með hana ömmu þína og alveg henni líkt að eiga afmæli á Patreksdaginn , þannig að vonandi hefur verið settur matarlitur, grænn útí rauðvínið hennar og einhver Paddinn sungið fyrir hana.
Bestu kveðjur
Guðrún (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 23:53
Til hamingju með Guðný, ömmu þína og áttatíu árin. Líst vel á að þau hafi skellt sér í sólina, það finnst henni nú ekki verra :)) Amma þín er sko uppáhalds hjá mér, aldrei fundist hún síðri listamaður en afi þinn, þau eru bæði yndisleg :)
Þið eruð nú ekki svo ólíkar og eigið nú alla vega röddina sameiginlega!
Kveðjur frá Aarhus
Anna M.
Anna Margrét Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 08:36
Er amma Guðný orðin áttræð??? Vá maður!
Til hamingju með daginn.
Þ
p.s. mér datt ekki í hug að þú værir ólétt!
Þórdís Einarsdóttir, 18.3.2009 kl. 19:46
Til hamingju með ömmu þína ;)
Aprílrós, 18.3.2009 kl. 22:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.