Hann er 38

Hann Halli minn á afmæli í dag. Hann er 38 ára. Þegar við byrjuðum að vera saman var hann nýorðinn 28! Sem þýðir að við höfum þorrann þreytt í tíu ár! Það er áræðinlega töluvert lengri tími en meðal-nútíma sambönd! :) Enda erum við að verða eins og tveir slípaðir steinar... nú, eða tveir nálarlausir kaktusar... eða eitthvað!

Í gærkvöldi þegar við sátum við borðstofuborðið og vorum að klára að borða kvöldmat spurði ég litlu strákana hvort þeir vissu hver ætti afmæli á morgun? -neeeei.. þeir voru ekki alveg með það á hreinu. -Pabbi! sagði ég. Og svo fattaði ég að ég var ekki búin að huga að afmælisgjöf og hafði eitthvað á því orð við hann að ég væri ekki búin að útvega neina afmælisgjöf fyrir hann. Þá kom einhver kunnunglegur svipur á hann... Stelpur! Þið vitið hvaða svip ég er að tala um! Karlarnir setja þennan svip upp þegar maður talar um að gera eitthvað fyrir þá.... þeim dettur bara eitt í hug! Tounge Svo að ég flýtti mér að segja: eitthvað sem er innpakkað!!  Hann horfði á mig rétt sem snöggvast og sagði: já, ert þú ekki einmitt mjög vel innpökkuð, elskan?

!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Það er nú varla að hann eigi skilið að fá neitt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bumba

Óskapleg elli er þetta eiginlega Ylfa mín. Er hann nú samt ekki unglegur, heheheh. Hvað segir hjartalóan mín sultulega gott? Til hamingju með manninn þinn. Og haldið þið nú upp á þessi ósköp. Hugsa sér hann er 20 árum yngri en ég. Kærar kveðjur hérna frá Afa gamla á Ská í Amsterdam. Nonni.

Bumba, 19.3.2009 kl. 07:57

2 identicon

Blessud lattu manninn hafa allan pakkann  

Elsku Halli , til hamingju med daginn,alltaf gaman ad fá stóóóra  fallega innpakkaða pakka....njóttu vel.

Valrun (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 16:17

3 identicon

Til hamingju með daginn bæði tvö.  Iss þetta er enginn aldur, þið eruð nú hálfgerðir unglingar ennþá, bæði tvö.  

alla (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 20:59

4 Smámynd: Aprílrós

Til hamingju bæði tvö ;) þið eruð algjörar Turdildúfur ;)

Aprílrós, 20.3.2009 kl. 00:15

5 identicon

Mér fannst þetta svo agalega sætt komment hjá honum með innpökkunina!!! Það ræðst kannski af samhenginu, þar sem kommentið fylgdi með téðum svip . Ef sama komment hefði flogið í öðru samhengi, t.d. inni í miðju rifrildi, þá hefðir þú skilyrðislaust átt að gefa honum einn á hann... til dæmis í afmælisgjöf!

En til hamingju með drenginn. Knúsaðu hann frá okkur í Skaftahlíðinni

Berglind (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 17:14

6 Smámynd: Katrín Dröfn Markúsdóttir

Æi hvað mér finnst þetta trúttílegt ;) ... hefðiru verið sáttari ef hann hefði sagt að hann vildi "golfkylfu" ??

Katrín Dröfn Markúsdóttir, 20.3.2009 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband