21.3.2009 | 15:07
Laugardagur.
Við fengum gesti í gær. Vinkona mín frá í Húsmæðraskólanum og maðurinn hennar komu ásamt einum dreng og hundstík sinni og gistu hjá okkur í nótt. Og auðvitað kom Gjóska mín ásamt sinni dóttur í vikulega pizzu í gærkvöld, þannig að við vorum mörg í pizzuveislu, fullt af börnum og bara æðislegt! Gerðum dásamlegar pizzur með mexíkóosti, grilluðum paprikum, ætiþistlum, pepperoni, tómötum, sveppum...... oh... Og svo steiktum við franskar sem við átum bara beint úr pottinum í græðgi okkar! Enda franskar ekkert góðar nema nýsteiktar! Svo átum við á okkur gat, fengum okkur svo ís til að toppa það og vorum svo bara búin á því!
Ég kynnti þau hjónin fyrir Farm Town, en það er leikur á Facebook sem ég er algjörlega hrunin í! Ég er farin að æða uppúr rúminu á ólíklegustu tímum til að "harvesta" hrísgrjón eða kartöflur sem ég kannski man að liggur undir skemmdum! Maja vinkona mín sem býr í Reykjavík er þó öllu verri en ég, hún er svo djúpt sokkin að þegar ég sagði henni í gærkvöldi í símann, að ég væri að skoða farm Town pöbbinn, missti hún útúr sér: er eitthvað stuð þar!! Og henni var alvara!
Við fórum (eftir að hafa gert morgunverkin á Farm Town) öll saman með þrjá hunda og börn niðrí fjöru og lékum okkur dágóða stund í sólinni. Svo keyrðu þau heim á leið á Bæ III á Ströndum, og við fórum heim að mála í kjallaranum. Veggirnir bókstaflega drekka málninguna! Ekki veit ég hvað þarf eiginlega margar umferðir á þetta en margar verða þær! Ég er í smá pásu, -mundi eftir að ég þurfti að bjarga hrígrjónauppskeru, -og fékk mér að drekka og blogga. Svo er meiningin að skola af sér málninguna í sundlauginni.... eða sturtunum þar. Leggjast svo í pottinn og slúðra við einhverja skemmtilega Bolvíkinga. Koma svo heim og elda grísahnakka, grafa upp einhverja góða ræmu og kósa okkur svo bara frameftir kveldi.
Annars bara er snjórinn að hverfa, vor í lofti (allavega í svipin) og allir við líkamlega góða heilsu hér á heimilinu. (ég læt nú alveg vera að fjalla um þá andlegu!! )
Eigið góða helgi.
Athugasemdir
Góða helgi elskuleg ;)
Aprílrós, 21.3.2009 kl. 16:45
Hæ
Hér er líka vor í lofti, búið að taka út grillið og nú er verið að grilla gæs, hest, hænsni og auðvita pylsur.
kveðja
GB
Gunnhildur (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 17:44
ohhh þu dásamlega húsmæðraskólagengna vinkona,, pizzu með ætiþistlum,,, hvað er það eiginlega? minni mig eitthvað á barrtré,, en líklega er það ekki það. Það var alla vegna ekki til í mínum Farm town í gamla daga,, því eru mínar pizzur bara með íslensku kindahakki og íslenskum osti og punktur...........
Halla Signý Kristjánsdóttir, 21.3.2009 kl. 22:13
ummmmm.... Ylfa mín hljómar dásamlega. Sá fyir mér augnabliksbrot úr bíómynd þar sem kona ein var að elda af ást fyrir manninn sem hún elskaði í þeim tilgangi að fá hann til að elska sig. Það er einmitt það sem þú gerir að elda af ást, allavega ást á góðum mat. púff vona að þú skiljir hvað ég er að meina. Bestu kveðjur R
Ragnhildur (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 20:53
hafðu góðan mánudag elsku frænka
s
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 23.3.2009 kl. 10:27
Svakalega var gaman að hitta ykkur. Takk kærlega fyrir okkur og vonandi komið þið sem fyrst í heimsókn svo við getum borgað gestisnina til baka:)
Eyja (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 10:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.