Vissulega er fallegt í Bolungarvík. Og bæjarstæðið er mikilfenglegt! Um það efast enginn. En hér er líka geysilegt drasl! Fyrirtækjum og einstaklingum virðist vera fyllilega frjálst að safna ryðhræjum, plastdrasli og rusli af öllum sortum í kringum sig án nokkurra afskipta. En ég fékk aftur á móti bréf frá bæjarstjóranum í vikunni sem leið þar sem meðal annars stóð, að mér sem hundaeiganda væri gert skylt að þrífa upp skítinn eftir hund minn á MINNI EIGIN LÓÐ, sem og annars staðar! How ironic is that?? ´
En á meðan fýkur plastið, draslið og ruslið á víð og dreif innan um gömul vélarhræ, ryðhrúgur af óþekktum uppruna og annað drasl og fangar auga hvers þess sem heimsækir bæinn. Bolvíkingurinn víðförli ákvað að ýta aðeins við okkur, samborgurum sínum, gekk í um klukkustund eða svo og tók myndir. Hann stillti engu upp, leitaði að engu sérstöku. Tók bara myndir af því sem fyrir augu bar. Nema hann sleppti fjallstoppunum og sólarlaginu sem við erum svo stolt af! Hann gerði síðan úr þessum myndum plakat með tilvitnun í hinn virta túristabækling Lonely Planet, sem er að ég held mest seldi upplýsingamiðill fyrir túrista í heimi. Þar er fjallað um Bolungarvík sem druslulegan smábæ sem lítið hafi að bjóða nema tvö söfn og ofgnótt af rusli.
Sjálf hef ég alltaf keypt mér Lonely Planet bækurnar þegar ég hef farið erlendis og tekið á þeim fullt mark, þar sem þær eru ýtarlegar og upplýsingarnar hafa aldrei klikkað. Því geri ég fastlega ráð fyrir því að aðrir sem þær kaupa treysti þeim sem nýju neti. Þegar ég sá þessi plaköt, hugsaði ég strax; ÓMÆGOD! Er þetta svona hræðilegt í alvörunni?? Úff! Og þvínæst; ég fer sko pottþétt með poka með mér í göngutúr næst og tíni rusl sem á vegi mínum verður! Mér fannst þetta frábær áminning. Og ég var voðalega fegin að hún kom frá Bolvíkingi en ekki einhverjum aðkomu eins og mér! J
En hvað gerðist? Plakatið var RIFIÐ NIÐUR! Og það sést ekki lengur neins staðar. Af öskureiðum Bolvíkingum sem fannst þetta argasti dónaskapur og hið versta níð um ástkæra bæinn! -Þvílíkur brandari, að halda að með því að neita að horfast í augu við hlutina þá séu þeir ekki lengur til!? Hvað gekk þessum ágætu mönnum, -og eða konum, til með að losa sig við sönnunargögnin? Heldur fólk að ef að ekki eru til myndir af draslinu þá sjái það enginn?
Mér finnst þetta skrítið. Og ég skil þetta ekki heldur.
En ég veit það, að ef þessi endastöð sem Bolungarvík er, ætlar að gera það ákjósanlegan kost fyrir ferðamenn að sækja sig heim, þá þarf að taka til. Hér eru mörg snyrtileg og falleg hús og ótrúlega fallegir garðar miðað við veðráttu og harðbýli fyrir gróður. En ferðamenn sjá þetta ekki. Þeir skoða höfnina, aðalgötuna. Hvað blasir við þar? kíkja kannski í sundlaugina sem státar af nýrri og skemmtilegri rennibraut og fallegu útigólfi. Annað er orðið frekar slappt. Tjaldstæðið? Er það sambærilegt öðrum tjaldstæðum á landinu hvað þjónustu varðar? Jú, við höfum Náttúrugripasafnið og Ósvör. En það dugar ekki eitt og sér.
Auðvitað rær bæjarfélagið lífróður, skítblankt og allt það. En þarna getum við fundið peninga. Í ferðamönnunum. En þá verðum við líka að hafa eitthvað að bjóða. Og snyrtilegt bæjarumhverfi kostar ekki mikla peninga. Vinnu og skipulag, já. Og nú spyrð þú þig kannski ágæti lesandi; og hvað ætlar þú, Ylfa Mist, sem ert svona dugleg að munda pennann að gera? Ha? Svarið er; ég ætla að reyna að hafa umhverfið mitt snyrtilegt. (þó að Guð einn viti að í þeim efnum komist ég aldrei með tærnar þar sem nágrannakonur mína hafa hælana, með alla mína ómegð og hunda!) Þegar vorverkunum lýkur, og hretin eru afstaðin vonast ég til að ég geti horft á þá sem framhjá húsinu mínu ganga, án kinnroða og skömmustutilfinningar, og sagt, hér bý ég!
Og vonandi getum við allir Bolvíkingar, innfæddir og aðkomu, tekið stoltir á móti ferðamönnunum okkar í sumar og sagt, án kinnroða eða skömmustutilfinningar; þetta er fallegi bærinn minn.
Athugasemdir
Knús ;)
Aprílrós, 25.5.2009 kl. 08:31
Sæl Ylfa Mist.
Þetta er góður pistill hjá þér og vona ég að sem flestir lesi hann og geri eitthvað í sínum málum, hvort sem það er í Bolungarvík eða annars staðar. Sjálf er ég "innflytjandi" í lítið sjávarþorp og hjá mér er nákvæmlega sama sagan og hjá þér. Tökum til svo við getum verið stolt af heimabænum okkar.
Takk fyrir skemmtileg blogg.
Kv.Þuríður
Þuríður (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 10:52
Frábær færsla.
Mér fannst þetta plakat alveg geggjað, í alla staði, þegar ég sá það og að það hafi verið rifið niður þýðir að það hafi haft áhrif. Þó sannleikurinn sé ekki alltaf skemmtilegur er hann stundum nauðsynlegur og eigum við að hvetja vitundarvakninguna en ekki letja.
Það má svo alltaf prenta út fleiri eintök. Um að gera að halda áfram að minna fólk á umhverfið/heimilið sitt. Það hefur áhrif á endanum!
María Guðbjörg Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 12:24
Skodinn pistill Ylfa´. Auðvita eiga menn að akta sig á þennan hátt, taka draslið fyrir og mynda það..það verður örugglega ekki þverfótað fyrir túrhestum sem vilja kíkja á draslið.
SKil þó ekkert í þessum heimfræga tónlistamanni að hafa ekki tekið eftir draslinu fyrr....gæti þó reyndar tengst því að að þegar Garðar Hólm Bolungarvíkur kom heim voru aðrir við völd....og mannurinn fengið einhverja glýju í augun. Batnandi mönnum er best að lifa...upp með draslið í bakgörðum....annarra því Garðar Hólm var jú gull í gegn....
Katrín, 27.5.2009 kl. 01:00
elsku frænka, mjög áhugavert. ég hef líka alltaf hrifist af bolungavík, fyrir þá náttúrufegurð sem bærinn er í. þegar ég kom síðast sem var fyrir rúmu ár gekk ég um bæinn og tók myndir. fullt af flottum myndum af ljótum húsum og drasli. Sem myndefni fannst mér þetta spennandi og flott, því ég upplifði bæinn sem hálfgerðan draugabæ í mikilli niðurníðslu. en sem myndlistamaður var myndefnið flott.
gangi ykkur vel að taka til. það gti líka verið hugmynd að auglýsa bæinn sem ruslabæinn á hjaranum :o)
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 27.5.2009 kl. 14:41
Sko þetta hafði áhrif. FRÁBÆRT!
Það þarf ekki marga til að breyta hlutunum. Gott mál! Bæði hjá þér og höfundi plakatsins
Kveðja
María Guðbjörg Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 22:05
Jahérna Kata. Ekki hafði mér dottið í hug að færa þetta í pólitíska kjólinn. Um hvaða heimsfræga tónlistarmann ert þú að tala? Mikill og merkilegur tónlistarmaður sagði ég. (efa það að nokkur maður eigi bágt með að taka undir það með mér)Heimsfrægur? Það held ég ekki :-) En það getur auðvitað verið, án minnar vitneskju.
Ylfa Mist Helgadóttir, 28.5.2009 kl. 04:07
Don´t try to fool me.....söng maðurinn um árið
Katrín, 28.5.2009 kl. 09:17
Wouldn´t bother, Love.
Ylfa Mist Helgadóttir, 28.5.2009 kl. 17:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.