Dagurinn sem fór ekki eins og hann átti að fara en lítur svo vel út þrátt fyrir það

Plan þessa laugardags var eftirfarandi:

Vakna klukkan 8:30 og borða morgunmat með drengjunum.

9:30, skella þeim á reiðhjólin og taka þá með í laugardagssprettinn með hlaupahópnum.

11:00, mæta við Íþróttahúsið og taka þátt í hreinsunarátaki bæjarins, ganga um bæinn með ungunum og tína rusl.

13:00; fá okkur grillaðar pylsur og tilberhör með hinum hreinsunarmönnunum.

14: fara niður á sand með börn og hunda og gera sandkastalann sem við gátum ekki gert síðustu helgi þegar sandkastalakeppnin fór fram.

Enda á því að verðlauna okkur með ís í sjoppunni og fara svo heim í garð að slá.

En hinn raunverulegi dagur lítur í staðinn svona út.

Í nótt klukkan 03.10; Baldur Hrafn skríður uppí til mömmu sinnar, grenjandi og sjóðheitur.

16:30; ekkert annað hefur verið gert í dag en að hafa ofan af fyrir lasna innipúkanum og útskýra fyrir honum af hverju hann megi ekki vera úti og verjast barsmíðum að launum fyrir þá fræðslu.

En ég ætla samt að elda Fylltan, marokkóskan ávaxtakjúkling með pönnubrauði og Kúskúsi og bjóða Dóru Splóru í mat! Svo að kvöldið verður gott!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Já gott hjá þér að gera gott úr deginum og kvöldinu ;) Gott að eiga áætlun B ;)

knús knús

Aprílrós, 30.5.2009 kl. 20:37

2 identicon

Sæl ",)    alveg ertu ótrúleg að hafa varaplan... því hitt upphaflega var svo flott.  Man eftir þessu þegar mín tvö voru minni.... maður lét sig bara hafa það þegar upphaflega áætlunin gekk ekki upp.              Gleðilegt sumar og gangi þér vel með lífið.  /er þess fullviss.............

ein ókunnug (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 22:38

3 identicon

Wow sé að það er að lifna yfir bloggfærslum frúarinnar eftir prófatíðina....

Sem betur fer var allt á kafi í snjó um páskana þegar ég kom svo ég sá hvorki hundaskít né annað, bara snjóinn.....út um allt......endalausar breiður....og bunkar......og svell.....hálka.....kaaaaalltt...en ég  fór heldur ekkert á bak við hús hjá þér.......hummmm

Má maður ekki lengur hafa hundaskit í eigin garði , en hvað um illa lyktandi hestaskít ???

Svona er lífið annars brigðult.....bestu plön sem gerð hafa verið hafa klikkað , en það er súrt að loksins þegar þú ert með svona flott plan með tímasetningum og allt, fer það í súginn. Gerðu bara eins og ég esskan, vertu ekkert að plana neitt, best að sjá bara til. Loveju og flott rusla, bæjarbragsfærslan. Sé að þú hefur aðeins yddað blýantinn............

Valrun (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband