24.6.2009 | 20:11
Ylfusultuhlé.
Í fyrsta skipti, í "ég veit ekki hvað mörg ár," held ég að ég nenni ekki að vera með bás á markaðsdaginn í Bolungarvík þetta árið. Þetta er óneitanlega ferlega skemmtilegt en óskaplega mikil vinna, hráefnið hefur hækkað gífurlega í verið og nóg var röflað í mér í fyrra yfir því að ég seldi sultukrukkuna 200 krónum dýrari en í Bónus! Heimilið hefur verið undirlagt í sykri, klístri og límmiðum vikuna fyrir markaðsdaginn undanfarin ár og ég hef sjálf haft frekar lítin tíma til að taka þátt í þessari skemmtilegu helgi. Núna er kannski bara kjörið tækifæri til þess. Nú, eða bara hreinlega að skreppa úr bænum? Fara með elskhuganum og máta nýja tjaldvagninn.... habba habba.... :)
Talandi um að fara úr bænum, nú þarf ég að fara að fá að vita um allar gestakomur í mín hús í sumar. Hvenær fólk ætlar að koma og hversu lengi það hyggst dvelja. Ekki af því að það séu ekki allir velkomnir?? Hreint ekki! Heldur afþví að við ætlum í ferðalag og þurfum að fara að skipuleggja það. Og eins og glöggir hafa tekið eftir, þá er júní að verða búinn!! Svo gott fólk, meldið ykkur. Ekki seinna en strax!
Ég er að hugsa um að fara út að tína blóðberg í kvöldkyrrðinni.....
Athugasemdir
Kvusslaggs eredda. Er sykurskatturinn nokkuð kominn til Bolungarvíkur? Á ekki að nota tækifærið og sulta fjandann ráðalausann áður en hann skellur á?
Laufey B Waage, 25.6.2009 kl. 12:02
Annars mæli ég nú með huggulegu blóðbergstei, umfram sykurklístrað sultutau.
Laufey B Waage, 25.6.2009 kl. 12:03
elsku frænka, ég er á ísafirði frá 6 júlí til 10 opnun á sýningu þann 8. gaman væri ef þú kæmir.
Ljós og knús
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 25.6.2009 kl. 22:17
Skil þig vel með sulturnar, been there, done that ,með þér og veit að þetta er meira en að segja það................en nu kemur mergur málsins.
Skooooooo ...........gestirnir koma þegar þú ert heima..annars verða þeir bara að koma seinna. Þú mátt aldreiiiiiiiiiiiiii fara skipuleggja þín frí út frá gestakomum sumarsins. Þá tekur bara við eilífur sængurfataþvotttur, eldamennska og ferðir í Ósvör ( það er næs í Ósvör en..)
Loveju...............
Valrun (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 22:28
Við verðum í Fagraholti ca 20. júlí til 3. ágúst, förum svo í Fljótavík til 7., á ættarmót í Reykjanesi til 9. og svo heim. Gerum ráð fyrir tíðum tesopaferðum til Bolungavíkur, alltsvo ef húsráðendur eru ekki í rómantísku tjaldvagnaævintýri. Gerum einnig ráð fyrir talsverðu brottnámi á unglingi á þessu tímabili. Gerum hins vegar ekki ráð fyrir að subba út nein sængurföt
Berglind (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 23:12
á ég að láta það flakka Berglind???
(páll hefur aldrei subbað út sængurföt hjá mér....not a drop.... þessi var of góður til að sleppa!)
Ylfa Mist Helgadóttir, 26.6.2009 kl. 15:32
Njótið ykkar í tjaldvagna ferðunum ykkar bara, ég er sammála Valrúnu.
Knús og kreist til ykkar elskurnar ;)
Aprílrós, 28.6.2009 kl. 20:44
HAHAHAHAHAHAHA!!!!! Góður!!!!
Berglind (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 21:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.