Á slóðir upprunans

Afi minn heitir Vilberg Valdal Vilbergsson. Valdalsnafnið er tekið af dalnum Valþjófsdal í Önundarfirði, en þar fæddis faðir hans, -langafi minn, og ólst upp. Ég stóð áðan í kjallarahleðslu hússins sem þessi langafi minn fæddist í og það var skrítin upplifun! En þarna er sumarbústaður sem Fríða Birna og Gummi eru í, við ætlum að fara þangað aftur núna í kvöld með tjaldvagninn og gista í eina til tvær nætur. Sennilega tvær. Svo skilst mér að á fimmtudag eigi að snjóa í fjöll og þá ætlum við að vera komin heim :)

Góðar stundir á meðan!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góða skemmtun Ylfa :) Alltaf gaman í Önundarfirðinum :)

Spákonan á Kambinum (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 22:10

2 Smámynd: Aprílrós

Vona að þu hafir átt góðar stundir í tjaldvagninum

Aprílrós, 23.7.2009 kl. 09:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband