Stuldur úr garðinum

Það ljós er að renna upp fyrir okkur að hjólið hans Björgúlfs er ekki týnt. Það hefur ekki verið fengið "lánað" né verið tekið í misgripum. Því hefur hreinlega verið stolið. Og ekkert bólar á því. Endilega verið vakandi fyrir bláu hjóli, held það heiti Scott.... Þetta er svona "torfæru" hjól á breiðum dekkjum. Það hvarf úr garðinum á laugardagsnóttu fyrir þremur vikum. Þá var mikið um að vera hér í Víkinni, afmæli og allskonar fögnuður víða um bæinn. Ef einhver hefur orðið hjólsins var í garðinum hjá sér, elsku látið mig þá vita. Lítið drengjahjól var tekið úr þarnæsta garði sömu nótt en það fannst stuttu síðar á víðavangi. Þetta hjól hefur ekki fundist ennþá, og ég er svo ferlega mikill sauður, hélt alltaf að það myndi finnast, einhver "skilaði" því eða eitthvað. Það bara er ekki að gerast. Þetta hjól var keypt fyrir stuttu og stóri drengurinn minn tímir ekki alveg að kaupa nýtt fyrir sumarhýruna sína. En það kostar hann öll launin hans að endurnýja hjólið.

Það var vitanlega ólæst... við erum sveitafólk og dettur einhvernvegin aldrei annað í hug en að allt sé óhult innan garðmarkanna.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Man eftir þessu næst þegar verður gert grín að mér fyrir að læsa bílnum eða húsinu. Maðurinn minn er ennþá svo mikill Ísfirðingur að honum finnst allt svoleiðis hálfgerð hystería. Og það þrátt fyrir að við búum nálægt miðbæ Reykjavíkur, sem á nú að heita meira þjófabæli en Bolungarvík, "endastöð sem vit er í"

 Hlakka til að sjá ykkur! (Þ.e. ef við verðum ekki úti um helgina)

Berglind (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 10:34

2 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Kveðjur norður og vonandi finnið þið hjólið. Samúðarkveðjur frá Lejre.

Gunnar Páll Gunnarsson, 26.7.2009 kl. 11:26

3 Smámynd: Aprílrós

Vonandi finst hjólið

Aprílrós, 26.7.2009 kl. 11:41

4 identicon

Andsk......Nu er fokið i flest skjól, þegar farið er að stela hjólum innanbæjar....

Ef sá sem fékk hjólið lánað les bloggið þitt Ylfa mín skilar viðkomandi því örugglega á þann stað sem það var þegar hann/hún fékk það " lánað".

Svo eiga allir foreldrar að kíkja í geymsluna hjá sér og athuga málið !! Svona til öryggis

Valrun (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 18:10

5 identicon

Sá hjól áðan bakvið sundlaug nær tjaldsvæðinu kíkið á það

Jóhanna (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 21:35

6 identicon

Æ, en ömurlega leiðinlegt!

En þetta er ekkert nýtt, hann Ragnar minn lenti í þessu bæði í Hnífsdal og á Ísafirði! Í seinna skiptið fannst hjólið niðri á bryggju eftir margar vikur.

Það er um að gera að tilkynna þetta til lögreglu og athuga með heimilistryggingar, margar þeirra bæta svona tjón.

Harpa J (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband