14.9.2009 | 13:07
Popppunktsferð og fleira
Í gær hefði pabbi minn orðið 73 ára hefði hann lifað. En hann lést í nóvemer síðastliðnum. Fyrir tæpu ári. Og það er einhvern vegin rétt að síast inn núna að hann sé virkilega dáinn og ég eigi aldrei eftir að heyra aftur frá honum eða hitta hann. Skrítið hvað maður er lengi að meðtaka. Kannski er það að hluta til vegna þess að við bjuggum svo langt í burtu hvort frá öðru síðustu árin og hittumst ekki það oft.
En jörðin snýst áfram og maður reynir að hrapa ekki fyrir borð á meðan maður hangir hérmegin torfunnar sjálfur.
Pabbi elskaði krækiberjasaft. Og krækiberjalíkjör ;) Í tilefni afmælisins ruddist ég í krækiber, eins og Inga, fóstran mín myndi segja, og tíndi slatta til að gera hrásaft fyrir veturinn. Ég fann loksins svartar þúfur eftir laaaanga leit og þegar ég var búnað moka af þeim með brjálæðisglampa í augunum, týna úlpunni minni einhversstaðar útí rassgati og strá berjafötum og drasli á ca ferkílómeterssvæði gerði úrhelli og þvílíkt rok, að ég varð hundrennandi á augabragði og neyddist til að hætta og fara að leita að reyfinu af mér og finna bílinn. En ég kom heim með einhverja lítra sem ég er að reyna að haska mér í að fara að merja í saft. Ég er bara svo helv.. löt í dag. Ég er að fara á kvöldvakt og hlakka til að hitta heimilisfólkið mitt á Skýlinu. Það er verst að ég er raddlaus, náði mér í kverkaskít svo að ég get ekki sungið mikið í vinnunni en það er helst þar sem einhver nennir að hlusta á mig syngja! Flestir á heimilinu mínu eru Guðslifandi fegnir að ég komi hvorki upp hósta né stunu!
Skemmtikvöldið var auðvitað skemmtilegt eins og skemmtikvöld eiga að vera. Svo ég vitni í Stuðmannamyndina; það var létt stemning og fólk brosti :)
Nú ætla ég suður á fimmtudaginn í einhverja gagnslausa höfuðsóttarrannsókn en ferðin verður nú ekki til ónýtis því ég ætla líka að sjá lokaúrslitaþátt Popppunkts í sjónvarpssal, hvar Hálfvitarnir mínir etja lokakappi við Jeff Who? og bera vonandi sigur úr býtum. Á meðan ég er í RVk mun bóndinn hinsvegar fara á Túpílakatónleika í Einarshúsi (sem ég er auðvitað drullufúl að missa af!) og hýsa einhverja úr fyrrnefndum Ljótum Hálfvitum yfir helgina. Svo það verður nú ekki alslæmt hjá honum þó kerlingin verði af bæ.....
læt fylgja með eina mynd af litlu bollunni á heimilinu (hinni bollunni) hún liggur á bakinu sökum holda og kemst ekki á magann!! :)
Athugasemdir
Hvolpurinn minnir mig nú bara á feitu kisu. Hún var hærri þegar hún lá á hliðinni en þegar hún stóð.
Og hvernig væri nú að kíkja aðeins við þegar þú kemur suður hah?
Þ
Þórdís Einarsdóttir, 14.9.2009 kl. 14:04
Aprílrós, 14.9.2009 kl. 14:08
Úff, Þórdís mín. Ekki pressu!
Ég er svömpuð í þessari ferð eins og öðrum ferðum.... Og kannski líka bíllaus!
Ylfa Mist Helgadóttir, 14.9.2009 kl. 14:49
krúttið !
Ragnheiður , 14.9.2009 kl. 16:52
Ég gæti nú sótt þig!
Og skilað.
Engin pressa!
Þ
Þórdís Einarsdóttir, 14.9.2009 kl. 18:13
sætur hundur ! Líkur eiganda sínum ! Ætlarðu annars ekki að halda honum ? Og hann heitir ?? Góða ferð til borgarinnar... og njóttu og láttu stjana við þig !
Viggó Gunnar Sigurðsson (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 19:14
Þegar ég sé myndir af þessum hvolpum þínum verð ég alveg sjúk í að eiga hund aftur þau eru alveg sjúklega sæt
bjarnveig (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 21:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.