25.9.2009 | 13:19
vegna greinar á BB
Á bb.is skrifar Lýður Árnason hreint ágætan pistil um fyrirhugaða lokun þjónustudeildar aldraðra á Ísafirði. Vegna þessa hef ég ákveðið að birta aftur pistil sem ég skrifaði á bloggið í apríl sl. og undirstrika með því skoðun mína á þessu máli.
"Ég fór áðan með samnemendum mínum í skoðunarferð á Hlíf. Flott stofnun sem Hlíf er. Ég gæti alveg hugsað mér að eiga þar íbúð þegar ég fer að reskjast. Allt til alls, verslun, hægt að kaupa heitan mat, heimahjúkrun, rúllur og perm í hárið, handavinnustofa, vefstofa, smíðaverkstæði.... Bara að nefnaða. Og innangengt í allt batteríið!
En svo er það þjónustudeild aldraðra. Olnbogabarn, sem vegna skilgreiningarvandamáls fer að loka. Bærinn rekur þetta sem hjúkrunarheimili enda full þörf á slíku, ríkið hinsvegar greiðir daggjöld í samræmi við skilgreininguna "Dvalarheimili." Og flest skiljum við það nú að dvalarheimiliskostnaður er töluvert frábrugðin kostnaði við rekstur á hjúkrunarheimili. Ástæðan er sú að þetta hjúkrunarheimili uppfyllir ekki nútíma kröfur varðandi fermetrafjölda pr.vistmann, og því skilgreinir ríkið þetta á annan hátt en það er. Pólitísk ákvörðun bæjaryfirvalda Ísafjarðarbæjar er því sú, að taka ekki inn fleiri vistmenn, því er þessi þjónustudeild aðeins hálfnýtt. Og þegar síðasti vistmaðurinn kveður, verður henni lokað eftir því sem ég best fæ skilið.
Ég veit ekki hjá hverjum skömmin liggur. En skömm er það engu að síður, að sveitarfélag á stærð við Ísafjarðarbæ hafi ekkert hjúkrunarheimili í réttri skilgreiningu þess orðs. Það er öldrunarlækningadeild á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði. Eða hjúkrunardeild.... ég hef ekki ennþá fengið nein afgerandi svör við því. Það er nefnilega skilgreiningaratriði! En eitt veit ég! Þó að aldraðir þurfi á hjúkrunarvistun að halda, kæra sig fæstir um að leggjast inn á spítala! Sama hvaða nafn gangurinn sem þá á að vista inná, ber! Sjúkrahús merkir yfirleitt aðeins eitt í augum þeirra eldri; þeir koma ekki aftur út!
Á Flateyri fór ég fyrir skemmstu, að skoða "elliheimilið" þar. Það heilsaði ég uppá vistmenn, þeir eru þrír, og sá strax að þetta er fólk sem á heima á hjúkrunarheimili. Þar er sama staðan, nema hvað að þar er starfsmannafjöldi miðaður við að þetta sé dvalarheimili á meðan vistmenn eru á hjúkrunarstigi. Engu að síður fékk ég þær upplýsingar hjá Skóla og fjölskylduskrifstofu að þetta væri hjúkrunarheimili samkvæmt þeirra skilgreiningu!! ??? ....ég vera ruglaður?? Einhver annar vera líka ruglaður??
Nú hefur Sjúkraskýlið í Bolungarvík verið sameinað Heilbrigðisstofnun Ísafjarðarbæjar. Margir eru uggandi um framtíð þess. Hvernig kemur þessi stofnun til með að verða skilgreind? Hún uppfyllir áræðanlega ekki nútímakröfur um hjúkrunarheimili. Verður hún Elliheimili? Þurfa þá kannski aldraðir Bolvíkingar að fara inná Ísafjörð og leggjast þar á öldrunarlækningadeildina til að fá að deyja? Eða hvað?
Málefni aldraðra eru í tómum ólestri hvað skilgreiningar varðar hér á norðursvæði Vestfjarða. Og áræðanlega víðar. Það hefur ekkert með starfsfólk þeirra stofnana sem hér hafa verið upptaldar að gera. Heldur skilgreiningarhlutann og peningana. Það er eins og við, þessi sem yngri erum, gleymum því að áður en við snúum okkur við, verðum við sjálf orðin öldruð,-beri okkur gæfa til langlífis, og þurfum þá á viðhlítandi þjónustu að halda. En .... svona komum við nú UNDAN GÓÐÆRINU! Hvernig fer þá kreppan með þennan málaflokk? Ætli maður dagi ekki bara uppi á klassísku fátækraheimili, sprottnu úr bókunum um Emil í kattholti? Þar sem ein forstöðukona stelur bæði mat og neftóbaki frá okkur gamla fólkinu og rennir sér í sleðaferðir á eftir einni góðri pylsu? Ein góð pylsa er alltaf ein góð pylsa.....
Ég ætla að halda áfram að kynna mér þessi mál, það er greinilega brotalöm víða. Og þó ég geti ekki mikið upp á eigin spýtur, hef ég þó munn fyrir neðan mitt eðalnef og ætti að geta vakið athygli á því sem mér finnst miður fara.
Frú Áhugamanneskjaumþjónustuviðaldraða kveður og fer að læra fyrir líffæra og lífeðlisfræði próf.
(tek það fram að það er ástæða fyrir því að þessi færsla er sett inn EFTIR kosningar ;o) )"
Greininni lýkur hér. En síðan hún var skrifuð hef ég aftur og aftur hugsað með mér hvort ekki væri fyllsta ástæða fyrir okkur sem hér búum að taka til athugunar rekstur á okkar eigin hjúkrunarheimili. Þessi mál varða okkur nefnilega öll um leið og við annaðhvort eignumst ástvini á slíkum heimilum eða þurfum sjálf á þeim að halda. Hvar viljum við hafa fólkið okkar? Hverja viljum við láta annast fólkið okkar? Og seinna meir; okkur sjálf??
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:14 | Facebook
Athugasemdir
Hvet þig til að senda þetta inn á bb.is :) góður og þarfur pistill sem flestir ættu að lesa.
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 14:44
Þetta voru sannarlega orð í tíma töluð Ylfa, ég fer að eldast og þykir gott að vita af þér á öldrunarvaktinni. Svana
Svana (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 15:48
Tek undir að þú fáir þetta birt í Mogganum. Ótækt að aldraðir sem þurfa hjúkrun sé gert að vera á sjúkrahúsi. hvað svo sem sjúkrahúsið er gott.
bjarnveig Ingvadóttir (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 16:33
já en sjáðu nú til mín kæra, nú er stefnan að allir fái þjónustu heima til dauðadags, eða það er að segja það er sú stefna sem þykir fínust og mest mönnum bjóðandi og þess vegna þarf ekki lengur svona hjúkrunar og elliheimili. Helduru ekki að það fari fljótlega að gerast ég er alveg viss um það!!!
lufsan (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 18:14
Svo sannarlega orð í tíma töluð. Móðir mín býr á Hlíf í íbúð en vill fara upp á fjórðu hæð nánar tiltekið þjónustudeildina þega hún hættir að geta séð almennilega um sig. Hún er mjög fúl að þurfa leggjast á sjúkrahús þegar að því kemur. Það vantar sárlega stað fyrir akkúrat þetta fólk og þyrfti bæjarfélagið að þrýsta betur á ríkið um byggingu hjúkrunarheimilis, það bæði skapar atvinnu við að byggja það og seinna meir starfsfólk við umönnun.
Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 22:12
Sæl skvísa þú ert alveg meiriháttar (engill) að koma með þennan pistil, þessu hefur ekki verið sinnt hér fyrir vestan, sorglegt að metnaður vestfirðinga sé ekki á hærra plani. Úrræði eldriborgara á vestfjörðum eru í einu orði sagt ömurleg til lengri tíma litið. Það er eins og þeir aðilar sem eiga að sinna þessum málaflokki á vestfjörðum hafi bara engann metnað eða þarf ekki bara fólk eins og til dæmis þig og fleirri valkyrjur til að fara að hrista upp í þessu liði.
Dóra Stóra (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 22:43
Sko, ég er alveg búin að sjá hvað kemur út úr kreppunni í þessum málum. Og mín lausn er þessi: allir að eignast fleiri börn!!! (ef þeir eru enn í barneign, alltsvo). Með þessu áframhaldi verður hvorki til félagslegt kerfi né heilbrigðiskerfi þegar ég verð gömul kerling, og þá er bara að taka þetta upp á gamla mátann, eiga nóg af börnum til að leggjast upp á í ellinni! Þannig að börnin eru sennilega besta langtímafjárfesting sem hægt er að leggja í á þessum títtnefndu viðsjárverðu tímum Var ég ekki annars búin að nefna við þig þá hugmynd að við flytjum öll fjögur, foreldrarnir, inn á Björgúlf? Það verður stuuuuuuð á því elliheimili
Berglind (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 23:33
þetta eru orð í tíma töluð, skora á þig að senda þetta í öll blöð og netmiðla. Stend með þér í þessari baráttu ef þess þarf, þó svo mínir foreldrar séu ekki eldri en 79 og 84.
Gunna Gumma Hafsa (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 09:49
Áfram áfram .......Ylfa valkyrja.
Hinar valkyrjur vestfjarða, komið úr felum !!! Málefnið er stórt en vestfirskar konur og menn eru öflug, ef allir koma úr felum og tjá sig varðandi málefnið er alltaf hægt að fá einhverju áorkað. Ég meina...... er ekki einmitt núna verið að gera göng TIL Bolungarvíkur, raddir fólksins heyrðust og mikilvægi framkvæmdanna varð lýðnum og embættismönnum ljós!!!!
Ég ætla nefnilega að koma tilbaka á elliheimili fyrir vestan þegar MINN TÍMI KEMUR !!!
Valrun (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 07:13
Elskan málið leysist af sjálfu sér...ríkisstjórnin lemur skattborgara til að borga skuldirnar og svelta börnin sín og sjálfan sig ...smám saman fækkar í hópum og í lokin verður ENGINN eftir til að hafa áhyggjur af....er þetta ekki ekta jafnaðarmannahugsjón...allir jafndauðir???
Katrín, 5.5.2009 kl. 00:12